Réttur - 01.03.1941, Blaðsíða 68
látinn stöðvast við kraftaverk, hrossalækning né pólit-
ískan náðarboðskap; sagan er m. ö. o. gagnslaus til
pólitískra hluta. Fjórði gallinn og stærsti í augum
margra er sá, að sálarlífslýsing söguhetjanna virðist
frekar meðal en megintilgangur þessa rits. Segja má,
aö Brandur á Bjargi og Bergþóra Bjargföst dóttir
hans séu engu stærri né fjölbreyttari en hlutverkið,
sem þeim er úthlutað í afdalnum af höfundinum.
Fráneyg, hnarreist og hetjulynd stúlka og hrímþurs-
inn Brandur með örlyndið, festuna og hjartagæzkuna
vekja eflaust þann söknuð hjá fleirum en Víglundi
lækni, einstaklingshyggjufulltrúanum, að slíkar mann
eskjur brenni út og deyi í fásinninu, án þess að skáld-
ið leyfi þeim að sýna allt, sem í þeim býr. Lesenda-
smekkur einstaklingshyggjuskólans 1 bókmenntum er
betur í samræmi við söguhetjur Gunnars í sálfræði-
legri skáldsögum hans. Kjörorðið „listin fyrir listina”
er mótsnúið bókum, þar sem þjóðfélagshlutverk sögu-
hetjanna er aðalatriðið og mennskir eiginleikar þeirra
fá lítið svigrúm að þjóna venjulegum „sálfræðiiegum”
einstaklingshyggjuduttlungum. — Loks mun verða
fundið að stíl Heiðaharms, málið sé of víða stuðlað og
hátíðlegra en hæfi afdalabændum. — Hvort sem þetta
eru réttnefndir gallar eða ekki, hygg ég það allt gert
með vilja af höfundar hendi og sumt í beinni upp-
reisn gegn spilltum lesendasmekk.
Efni sögunnar er lífsbarátta strjálbýlisins í afdal og
á endalausum heiðum þaðan suöur í jökla. Þar má
þekkja Vopnafjarðardali og margt af heiöabæjum
Norður-Múlasýslu, en víða um land gætu samskonar
sögur gerzt. Fólkið er aö flýja úr. hrynjandi bæjar-
kofum, fyrst til Ameríku, þeir sem komast, en síðar
safnast flóttamennimir í þorpið eða suður í Reykja-
vík eöa þeir láta sér nægja að komast af auðnunum
vetrarríku niður 1 þéttbýli dalanna. Heiðarbyggöin
sýnist dauðadæmd. Brandur á Bjargi spyrnir af alefli
68