Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 69

Réttur - 01.03.1941, Page 69
móti þeim örlögum, og yngstu dótturinni, Bergþóru, á hann þaö aö þakka, aö hann vinnur ekki allt fyrir gýg. Baráttan er stórfengleg á köflum, en leynir sér í hjúpi hversdagslífs, þar sem áhorfendum finnst aldrei gerast neitt sérstakt. Smámunir eru þaö auð- vitað, aö kýr lætur kálfi, faöir þarf daglega að sækja mjólkurflösku margra klukkustunda leiö til aö bjarga heilsu bámanna í skortinum og verður svo úti á þeim feröum, pervisiö lík hans er dregið til byggöa á sama sleða og mjólkurkýrin, sem kom um seinan til hjálpar heimilinu, krakkarnir ofan á þessu sleðaæki og ekkjan þrammandi við hliöina, en Brandur á undan, og þaÖ bítur sig í hann, að nú hafi hann orðið Birni gamla aö bana, heillakarlinum, sem er of gaddfreðinn til aö skeyta því hót, þó kotið hans fari nú í eyöi um alla framtíð. En næst, þegar einn heillakarlinn hans í heiðinni slapp nauð'ulega úr lífsháska og flýði því næst heiðina af lífhræðslu, orti Brandur níðvísu og þótti mannslegra að drepast á réttum stað heldur en flýja í betri heimsálfur. Það eru smámunir að deyja, en flótti er brot, sem trauðlega verður bætt. Brandur er það tryggðatröll viö menn og málstað, að það er dauður maður, sem finnur ekki einhverja svipaða ræktarkennd og Bjargsbóndinn við það að lesa Heiðaharm ofan í kjölinn. Athyglisverðir eru margir fleiri menn og konur, þ. á. m. 6—8 heiðar- bændur, sem falla allir í val að undanteknum flótta- mönnunum. Sagan fyllir hugann kvíða, sem þrengir brjóstið, og vonum, sem víkka það og herða svo und- ardrátt, að þolrifin þenjast. „Þú þekkir ekki heiminn, á meðan þú þekkir ekki Heiðina”, sagði Bjöm gamli, sem úti varð. Fyrstu skáldhrifin, sem sjást hjá Gunnari við.heim- komuna, lýsa sér í karlmennsku þessarar heiðasögu og túlkun þjóðlegra verðmæta. Og íslenzkan vill verða stuðlað helgimál, vegna þess hve nýtt honum er um

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.