Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 70

Réttur - 01.03.1941, Page 70
að nota hana, og hún veröur persónuleg, safamikil, hrein og víða snjöll, þrátt fyrir áratuga rithöfuridar- feril á dönsku, sem reynzt hefur tungna skæöust til spillingar móöurmáli okkar. Aöfinnsluverö smáatriöi í máli sögunnar eru ekki dönsk. Ekkert skáld kann til hlítar nema eina tungu í senn. Þaö er þrekvirki, sem Gunriar hefur unnið, aö ná slíku valdi á íslenzkunni viö upprifjun og meö skjótri atrennu. HeiÖaharmur er landvarnarsaga og landvarnaráróö- ur, ef menn vilja oröa það svo. — Að því leyti minnir hún mig á æskumóð unglings í Laugaskóla, þegar hann óttast um örlög sinnar heiðar: „En fari hún í auðn, er þaö engin tilviljun, heldur voldugt tímanna tákn, og þá munu fleiri byggðir á eftir fara. í afdöl- unum þröngu verður jafnan einhver bærinn innstur og afskekktastur”. „Minnkar ekki þjóðin meö land- inu?” (Ársrit Laugask. 1929, 14). Landvörn Gunnars minnir jafnframt á þaö, að engir höfundar hafa dug- að þjóðlegri menning betur en menn meö alþjóðlega reynslu og hugsunarhátt. Heimalningurinn er skamm- sýnni og misvitrari í þeim efnum en íslendingur sá, er „veit, aö honum gegna ber | heilli landvörn heima fyrir, hálfri landvörn hér, | heimi öllum þegnskyldug- ur, hvar sem helzt hann fer“ („Kveöjur“ St. G. St. heimleiðis úr útlegðinni). Einmitt þeir, sem hafa far- iö um lönd og höf og kannaö meö Ódysseifi eöli margra þjóða, finna líka bezt séreöli íslendinga, mik- ilúðleik þess og framtíðarþyöing, og sízt furðar mig, þótt það séreöli birtist þeim fegurst og fyrirheitarík- ast hjá íbúum fjallasveita og sægörpum djúpmiöanna viö landið. Um svipaða alþýðustétt í ööru landi segir íslenzkt skáld: „— einhver frumstæöasti tötralýöur — — En í sál þeirra bjó stolt hinna endalausu fjar- lægð'a”. 70

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.