Réttur


Réttur - 01.03.1941, Side 75

Réttur - 01.03.1941, Side 75
farin síðan. Var það hlíföarsemi örlaganna aö fella Magellan til aö forða honum frá enn meira vanþakk- læti en Kolumbus hlaut? „Vanþakklæti landafundatímabilsins var undra- vert“, segir höf. eftir aö dæmin um þaö eru farin aö sækja aö honum hvaöanæva. „Hermenn og sjómenn, sem höfðu barizt til aö afla keisaranum fjársjóöa Inkanna og gimsteina frá Montezuma, reikuöu sem betlarar og örkumlamenn um strætin 1 Cadiz og Lissa- bon og öörum hafnarborgum, — þaö er aö segja þeir fáu þeirra, sem báru ekki beinin í nýlendunum, en komust heim til þess eins að láta sparka sér til og frá eins og kláðahundrun. Hvaö kærðu hirögæöing- amir sig um afrek þeirra, þeir sem höfðu aldrei hætt sér út úr höllum sínum------?“ Eöa þá kaupmennirn- ir? „— jafnvel þó að tvö hundruð sjómenn af tvö hundruö sextíu og fimm, er lögöu af staö, næðu aldrei heim, þá voru þaö þó aldrei nema hásetar og skipstjórar, sem létu lífiö, og fyrir því gat kaupmaö- urinn allt að einu uppskoriö hag-nað sinn. Ef ein- ungis eitt smáskip af fimm komst heim eftir þrjú ár, hlaðið kryddvörum, gaf farmur þess af sér álitlegan hagnað. Á fimmtándu öld var einn piparpoki meira viröi en mannslíf, og þar sem gnægð var af manns- lífunum þá eins og alltaf og þar sem mannslíf voru ódýr, en krydd dýrt, þarf engan aö undra, að kaup- mennirnir högnuöust allajafna vel og hallirnar í Fen- eyjum og skrauthýsi Fuggeranna og Welseranna voru því nær eingöngu reist fyrir gróöann af kryddvöru- verzluninni“. Samt eru á slíkum tímum unnin afrek, sem veita auövaldsþjáöum mönnum aftur trúna á sjálfa sig og manneðliö. Bókin er prýdd kortum og myndum frá landa- fundaöldinni, og hún er prýðilega þýdd. Björn Sigfússon. 75

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.