Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 77

Réttur - 01.03.1941, Page 77
Hið stolta og glæsta takmark er að vera eins og áður og ávaxta sitt pund á nokkum veginn sama hátt, og leggja sína byrði á þann mann, sem mest er þjáður, og miðla jafnan röngu, sé við varnarlausan átt. Satt er það að vísu, að nú fækkar miklum mönnum. Ó, manstu Stefán Th., Sæmund Halldórsson og Riis? En sérstaklega virði ég og elska af alhug sönnum hinn illa stadda Kveldúlf og Landsbankann og SÍS. Ég dáist mjög að öllum, bæði karlmönnum og konum, sem kommúnismimi aldrei gat markað á sitt spé, og ekki skal ég gleyma því að þakka Þjóðverjonum, hve þrautgóðir þeir reynast, ef Vísi brestur fé. Til Jónasar frá Hriflu ber ég ást og alúð' sanna, og afreksverk hans dái ég gömul bæði og ný. Ég tel hann jafnvel læknaðan af veiklun vitsmunanna, að vísu er nokkuð erfitt fyrir mig að trúa því. Þeir Alþýðuflokksforingjar, sem fyrii’ lýðnum réðu, víst féllu þeir frá villunni og sviku loforð hvert. Ég þakka þessum mönnum, sem lið sitt okkur léðu, það litla, sem þeir geta, er af dyggð og iðni gert. 77

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.