Réttur


Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 2

Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 2
ekki sigraður. En samkeppni stærstu auðveldanna um samninga við sósíal- istaríkin tekur við, þar sem raunsæið fær að ráða. Willy Brandt berst baráttu raunsæismanna gegn trylltu ofstæki vitfirrtasta hluta þýzka auðvaldsins, þess er forðum gerði út Hitler, skurðgoð Morgun- blaðsins. Viðurkenning Austur-Þýzkalands er á næstu grösum, — en hví skal íslenzka alþýðustjórnin bíða með að viðurkenna þá staðreynd eins og Kína, þó brjálað afturhald í Bonn berjist gegn raunsæi í stjórnmálum heims? Nixon reynir að leika bæði hlutverkin í senn: Raunsæismannsins, sem heim- sækir Mao, vitnar í formanninn og semur við Chou-En-Lai, einn snjallasta og persónulega mest hrífandi stjórnskörung heimsins sem stendur — og ofstækismannsins, sem myrðir í gríð og erg fólkið í Víetnam, til að sýna afturhaldinu heima fyrir að hann sé því trúr. En jafnvel fyrir gamlan og æfð- an bragðaref (Kaninn kallar hann „tricky Dick“) getur þetta reynst ofraun. En pólitískir kollhnísar geta kannske bjargað kosningum. En ,,siðgæðið“ og „drengskapurinn" er svipaður og Bretans: hneiga sig djúpt fyrir þeim sterka og volduga, Mao, — en reyna með öllum ógnum vítis að brjóta þann veika á bak aftur, Vietnam, — en þeir veiku og smáu eru að sanna heim- inum að þeir verða í krafti andlegra og siðferðilegra yfirburða árásarseggj- unum ofjarl. Sósíalistar heims, við hverja sem þeir kenna sig, — og ekki síst ríki þau, er marxistar stjórna, — ættu nú að skilja að sósíalisminn er orðinn sterkasta afl á jörðinni, ef þeir aðeins standa sameinaðir. Canossa-ganga Nixons til Peking og Moskvu ætti að sýna leiðtogum tveggja stærstu og voldugustu kommúnistaflokka heims að tími er kominn til þess þeir sættist og starfi saman, þegar sjálfir aðalforingjar auðvaldsheimsins neyðast til að viður- kenna staðreyndir hins sósíalistíska valds. Samstarf allra sósíalista, jafnt kommúnista sem sósíaldemókrata, gegn ofstæki og yfirgangi imperíalism- ans, er lífsnauðsyn mannkynsins — og það samstarf er örugt um sigur vegna þess hvert vald verklýðshreyfing heimsins, þjóðfrelsishreyfingin og ekki síst sósíalistísku ríkin nú eru á jörðinni. Til þess að koma því sam- starfi á þarf umburðarlyndi og skilning. Fyrir oss Islendinga er samstarf þjóða og stétta gegn imperialismanum mik- ið fagnaðarefni. Við eigum nú sjálfir framundan alvarleg átök á því sviði. ★ Réttur fjallar að þessu sinni mest um íslenzk mál, baráttumál nútiðar og brautryðjendasögu fortíðar. Það er þeim, sem að Rétti standa, mikil ánægja að áskrifendur taka honum vel. Þess vegna biðjum við velunnara hans enn einu sinni að herða söfnun áskrifenda. Réttur á erindi til svo margra, sem enn fara á mis við hann.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.