Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 30
— og þá auðvitað á þann hátt, sem Matthíasi var
eðlilegastur: Morris hafði gefið honum bæklinga
um sósíalisma, er þeir skildu 1885 og talað um
fyrir honum um ágæti þeirrar stefnu, — og svo
segir Matthías: ,,Blöðum hans týndi jeg norður
í Nýkastala, en orð hans eru nú min eigin skoðun,
þótt ekki sje það mitt færi, og hafi aldrei verið,
að rökstyðja hana. Spyrjum að leikslokum".
Áratugurinn 1890—1900 og ekki sízt árin 1895—
97, — sömu árin og verklýðssamtökin eru að
hefjast, — er einnig upphafsskeið sósíalismans
sem hugsjónar á Islandi.
Þorsleinn er ekki einn. Með honum standa „höf-
uðin sem hugsa bezt og hagast Ijóða", Stephan G ,
Einar og Matthías. Og þótt ýmislegt skildi þessa
menn síðar, þá stóðu þessi stórmenni andans
saman við vöggu sósíalismans á Islandi og það
var vissulega táknrænt og islenzkt að einmitt
skáldin skyldu verða fyrst til þess að flytja þjóð-
inni þann boðskap, sem heimspekingar, hagfræð-
ingar og stjórnmálamenn annars hafa viðast hvar
orðið fyrstir til að boða. Þó eiga þeir vissulega
brautryðjendabræður erlendis lika eins og Heine,
Gorki og Andersen Nexö.
2. „ÞETTA ÆTTI EKKI AÐ BIRTAST Á PRENTI“.
Það er nú alkunna orðið hvílikt hneyksli kvæði
eins og „Brautin" og raunar „Þyrnar" allir vöktu
hjá kolsvörtu afturhaldi Islands þá. „Þyrnar" voru
gjarnan hafðir í felum, svo unglingar næðu ekki
að spillast af þeim, þótt sumum þeim eldri þætti
bragðið sterkt og lokkandi. En það er þó rétt að
rifja upp eitt dæmi um viðtökurnar hjá afturhaldinu,
— einmitt nú, þegar „Þyrnar" þykja góð ferming-
argjöf og afturhald dagsins í dag reynir að þegja
um sósíalisma þessara brautryðjenda og helzt til-
einka sér þá.
I „Austra" á Seyðisfirði stóð m. a. eftirfarandi
um kvæði Þorsteins í Eimreiðinni, þann 10. ágúst
1895 eftir einhvern, sem skrifar undir Sch. (máske
Scheving?):
„Aftur hefðu 2 stærstu kvæðin „Brautin" og
„Á spitalanum" aldrei átt, að minu áliti, að birtast
á prenti, sízt í þessu riti, sem ætlað er til lesturs
og fræðslu ungum og gömlum á Islandi. Það er
sem sé af kvæðinu „Brautin“ að segja, að í því
bryddir á þeirri afneitun guðlegrar tilveru, sem al-
gjörlega yfirgnæfir i kvæðinu „Á spitalanum".
„Brautin" gæti ennfremur verið hinn bezti liðsöng-
ur (Marsch) fyrir jafnaðarmenn (socialista) sbr.
erindið" — og svo vitnar greinarhöfundur i visurn-
ar: „Sá flokkur i neyð" — og „Að vísu er það
harmur“.
Síðan heldur hann áfram:
„Ég skal fúslega játa, að bæði þessi kvæði eru
snilldarleg að formi til og hinni efnislegu meðferð,
enn það er hugsunin, lifsskoðun sú, sem liggur til
grundvallar, sem hneykslar".
„Sem sagt, bæði guöleysis- og socialista-
kenningar hneyksla okkur og það er því ekki
rétt, að þessar stefnur séu predikaðar í ritum, sem
eiga að vera skemtandi, fræðandi og um allt
þarflegt ræðandi, og þetta vil ég hér með benda
ritstjóra „Eimreiðarinnar" á“.
Það var ekki neitt nýtt að svona væri tekið
nýjum róttækum boðskap af afturhaldinu á Islandi.
Realistarnir úr skóla Georgs Brandesar höfðu feng-
ið sömu viðtökurnar. I „Fjallkonunni" 7. júni 1884
hafði prestur úr sveitinni skrifað um það að „öfl-
ugustu fylgjarar þessarar heiðinglegu skoðunar
eru realistarnir" — einkum varað við þeim „SPILL-
INGAR-GESTI", sem væri að ræna unglingana
„hverjum góðum guðstitli, kristilegri trú og sið-
ferðistilfinningu", — og var það Gestur Pálsson,
sem hættan stafaði af*). Hann var álitinn vera að
flytja hingað „rússneskan Nihilisma". — Kannast
menn við orðbragðið, þó orðatiltækin séu önnur?
I málpípu afturhaldsins í dag, Morgunblaðinu, var
samkoma stúdenta 1. des. 1971 kölluð samkoma
„þjóðníðinga og landráðamanna", af því þeir vildu
erlendan her burt af Islandi!
*) Og það voru ekki aðeins hinir heiðnu realistar,
sem fengu svona kveðjur frá afturhaldinu, ef þeir
sýndu eitthvert frjálslyndi eða róttækni. Sjálft þjóð-
skáldið séra Matthías fékk þá kveðju frá „Samein-
ingunni", vesturheimska blaðinu, fyrir ræðu, er
hann flutti 1893 í Vesturheimi — og vafalaust hef-
ur verið frjálslynd, — að hann, Matthías, væri
„kirkjunni til tjóns og vanvirðu", og það, sem
hann segði allt „bull og þvaður".
30