Réttur


Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 17

Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 17
eins 94—95% miðað við árið á undan. Sam- dráttur í vefnaðarframleiðslu, efnaiðnaði, stálframleiðslu og víðar gerði alvarlega vart við sig. Eftirtektarvert er að atvinnuleysið eykst stórum, þótt framleiðslan minnki lítið. Veldur því sívaxandi sjálfvirkni í iðnaði og þjónustu: vélarnar ryðja verkamönnum og starfsfólki burt, en auka um leið afköstin. En þótt ráðstafanir Nixons ætm að bæta efna- hagslíf Bandaríkjanna á kostnað hinna auð- valdslandanna, þá hefur það heldur ekki orð- ið. A þriðja ársfjórðungi 1971 minnkaði framleiðsla Bandaríkjanna um 1%. I Vestur-Þýzkalandi, — þar sem auðvalds- undrin þótm gerast fyrir nokkrum árum, — spá efnahagsstofnarnirnar nú 7% minnkun fjárfestingar á árinn 1972 miðað við 1971. Samtímis er reiknað með tvöfallt meiru at- vinnuleysi en síðasta vemr. Þó veldur ástandið á Ítalíu einokunarauð- valdi Vesmrlanda mesmm áhyggjum. Fram- leiðslan þar er 4% minni en síðasta ár og tala skráðra atvinnuleysingja er orðin meiri en miljón, það er 20% meir en árið á undan. Italska stjórnin hefur tilkynnt að hún búist við að atvinnuleysingjum fjölgi um 150 þús- und vegna ráðstafana Bandaríkjastjórnar. Verzlunarstríð Bandaríkjanna er talið munu kosta EfnahagsbandalagiS aukningu á at- vinnuleysingjahernum um hálfa miljón manna. Veldur þetta einnig vaxandi andstæð- um innan Efnahagsbandalagsins. — Hvað England snertir, þar sem kreppuástand hefur varað lengi, þá er tala atvinnuleysingja nú komin upp yfir miljón. Hinar voldugu efnahagssamsteypur eins og Efnahagsbandalagið lækna ekki meinsemdir auðvaldsskipulagsins sjálfs. Þær gera stærstu auðhringunum hægara fyrir að sameinast í risaeinokunarhringa, gera þeim enn auðveld- ara að drepa þá smáu; útrýma hinum ein- stöku, sjálfstæðu atvinnurekendum, gera auð- hringunum auðið að hagnýta sjálfvirknivél- arnar til fullnusm og stórfækka þannig starfs- fólkinu, — en fyrir verkalýðinn þýða þessir „sameiginlegu” markaðir aukið atvinnuleysi, meðan verklýðssamböndin ekki skipuleggja barárm sína á alþjóðamælikvarða og færa hana samtímis inn á stjórnmálasviðið með barátm fyrir þjóðnýtingu auðhringanna og hinnar voldugu bankasamsteypna. HVAÐ UM ÍSLAND? Blekkingameistarar og erindrekar erlenda auðvaldsins á Islandi reyndu fyrir skömmu að glepja þjóðina með áróðri um hve dásamlegt það væri að sameinast og renna inn í „200 miljón manna markað”. Oft olli slíkum áróðri meir skormr á raunsæi en illvilji í Islendinga garð. Afleiðing hverrar slíkrar sameiningar íslenzks efnahagslífs við útlent stórbandalag, myndi vera annarsvegar: að þorri íslenzkra atvinnurekenda yrði troðinn undir, — og hinsvegar: ægilegt atvinnuleysi meðal ís- lenzks verkalýðs — og þarmeð sá brottflutn- ingur fólks af landinu, sem hófst í tíð við- reisnarstjórnarinnar. Því veldur sú einfalda staðreynd að þótt fá megi ódýrari vöru með stórmarkaði, þá hyggur stórauðvald það, er drotnar í slíkri efnahagssamsteypu, ekki að þeirri þörf Islendinga að tryggja öllum lands- ins börnum fulla atvinnu. Það er utan við þess verkahring og áhugasvið, — sem er gróðinn, aðeins gróðinn. Eigi að tryggja öllum Islendingum fulla vinnu á Islandi, þá verður að stjórna Islandi sem sjálfstœðri, skipulagðri heild, þar sem litið er fránum augum á alla viðskiptamögu- leika, hvar sem eru og skipuleggja sem bezta hagnýtingu þeirra. Það er nauðsynlegt að líta þessi mál raun- 17

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.