Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 3
EINAR OLGEIRSSON
ÞJÓÐAREINING 1
LANDHELGISMÁLINU
OG ANDSTÆÐINGAR
ISLANDS
Það var mikil gifta að Alþingi allt skyldi
að lokum standa saman sem einn maður að
samþykkt landhelgismálsins: Utfærslu í 50
mílur 1. september 1972.
Þessi eining er fyrst og fremst spegilmynd
af jDeirri einingu, sem er með þjóðinni allri
um þetta mál. Sú þjóðareining gerir það erf-
itt fyrir nokkra stjórnmálamenn að standa
opinberlega á móti 50 mílna fiskveiðilög-
sögu. Hitt er vert að muna hvernig reynt var
í lengstu lög, einmitt af núverandi stjórnar-
andstöðuflokkum, að hindra framgang 12
mílna-yfirlýsingarinnar 1958, þó það tækist
þá að knýja málið fram, ekki síst fyrir harð-
fylgi Lúðvíks Jósepssonar, þá sem nú sjávar-
útvegsmálaráðherra, sem líklega hefur ekki
síður þurft á festu og lægni að halda nú en
þá, — og skapa að lokum um það þá hina
miklu og sigursælu þjóðareiningu, sem hófst
1. september 1958, er gamla brezka arðráns-
ljónið sýndi klærnar.
Slíka þjóðareiningu þarf að skapa aftur nú,
þannig að upprættar verði þær veilur í bar-
áttunni, sem vart varð við fram að einingar-
deginum á Alþingi 15. febrúar 1972.
En um leið er gott að þjóðin geri sér
ljóst við hverja hún er að berjast í máli þessu.
Baráttan fyrir 50 rnílna fiskveiðilögsögu er
áframhald af sjálfstceðisbaráttunni, baráttu
þjóðarmnar fyrir því að hún sjálf og hún ein
3