Réttur


Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 39

Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 39
þar sem hún hjálpi til að skýra stöðu manns- ins í heiminum. I umfjöllun Jóhanns um „krítísku kenninguna'' felst, að nauðsynlegt sé að skoða þjóðfélag síðkapítalismans frá mannfræðilegum sjónarhóli í anda Marx, en láta ekki við það sitja að beita þjóðfélags- rýni Marx umhugsunarlítið á vélrænan hátt. Bók Jóhanns gerir ráð fyrir ítarlegri þekk- ingu lesenda á marxismanum og á ritum Frankfúrtarskólans, auk þess sem almenn þekking á rás heimsviðburða er sjálfsögð forsenda til skilnings. Einnig er nauðsynlegt að hafa í huga þróun sósíalískra hreyfinga og gera sér grein fyrir áhrifum tækniþróunar á mannlegt félag. Jóhann hefur ekki tekið að sér neins konar kynningarstarf í bók sinni, heldur rekur hann sundur þræði flókinnar heimspekilegrar hugsunar og tengir þá saman á ný til eflingar marxismanum sem vísinda- legri og hagnýtri kenningu. Það skal fúslega eftirlátið Jóhanni sjálfum að gera á íslenzku grein fyrir rannsóknum sínum á „krítísku kenningunni'' og öðrum gteinum marxískra fræða. Og jafnframt skal látin í ljós von um, að hann fái tækifæri til þess í náinni framtíð. o Lesendur RÉTTAR þekkja Jóhann Pál Arnason af þremur greinum, sem birzt hafa eftir hann í tímaritinu. Sú fyrsta birtist í 3. hefti 19o7, „Myndbreytingar kapítalismans", og var hún skrifuð í tilefni af 100 ára afmæli „Auðmagnsins", höfuðrits Marx. Þar drepur Jóhann meðal annars á tengslin milli þeirrar heimspeki, er Marx setti fram í æskuverkum s<num, og rannsókna hans í „Auðmagninu", þar sem hann kryfur þjóðfélagið og setur fram gagnrýni á pólitíska hagfræði síns tíma. Einnig víkur Jóhann að þeim grundvallar- breytingum sem orðið hafa á kapítalismanum Jóhann Páll Árnason frá því á dögum Marx, og sýnir fram á hvernig sú þróun hefur sannað gildi þeirra rannsóknaraðferða er Marx beitti. — Aðra greinina skrifar Jóhann í 2. hefti 1968, „Framtíðarviðhorf sósíalisma í Vestur-Ev- rópu", en þá var maí-byltingin í Frakklándi nýgengin yfir. Sýnir Jóhann fram á hvernig byltingarhugmyndin er sí-ný og tímabær, en jafnframt margbreytileg. Hann bendir á, að hún þarfnast endurnýjunar nú, vegna þess að hin sósíalíska þjóðfélágstúlkun hefur dreg- izt aftur úr þjóðfélagsþróuninni sjálfri og þeim möguleikum sem hún hefur opnað. — Þriðju greinina er að finna í 3- hefti RÉTTAR 1968, „Nýsköpun sósíalismans í Tékkósló- vakíu", rituð hálfum mánuði eftir innrás 39

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.