Réttur


Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 34

Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 34
sem ritstjóra*), en hann var þá mjög róttækur í þjóðfélagsmálum, svo sem sjá má af kvæði hans í Heimskringlu 15. april 1893 ,,Morðið“, er beinist gegn atvinnurekendum þeim í Winnepeg, er valdir voru að dauða íslenzks verkamanns í vinnu. Einnig ber kvæði Stephans G. til Jóns á 25 ára ritstjórnar- afmæli hans í ársbyrjun 1893 vott um hve átrún- aður á Jón var mikill til baráttu í mannfélagsendur- bótum. Jón hafði og 1871—72 verið meðmæltur sósíalisma í umræðum í Kvöldfélaginu. Ekki varð ur þessu. Jóhannes ritar mikið bæði i „Stefni", sem þó að lokum úthýsti honum, og „Bjarka" á árunum 1895—97. Siðari hluta árs 1897 flytur Jóhannes líklega til Seyðisfjarðar, — hann auglýsir þar að hann taki að sér bókband (2. nóv. 1897), en hann starfaði að bókbandi á Akureyri hjá Friðbirni Steinssyni, brautryðjanda Good-templararegiunnar, svo allnáin eru persónulegu tengslin milli frum- kvöðla alþýðuhreyfinganna þá. Jóhannes og Þor- steinn munu hafa umgengizt allmikið á Seyðis- firði. En jafnframt er Jóhannes félagi í Bókafélagi „Ófeigs á Skörðum," nokkurnveginn frá 1894 til 1900, en þá mun hann í síðasta lagi hafa farið vestur aftur. Jóhannes hafði kynnzt verklýðshreyf- ingu og sósíalisma í Bandaríkjunum og Kanada, en þær hreyfingar voru allsterkar þar þá, bæði verk- lýðssamtökin og sósialistiskur flokkur. Verklýðsfé- lag Islendinga var stofnað í Winnipeg 1891. Máske hefur Jóhannes haldið heim 1894, af því hörð kreppa var þar vestan hafs, en henni er algerlega lokið 1899. Þar sem hann var bæði verklýðssinni, sósíalisti og fríþenkjari, hafa þeir Þorsteinn átt margt sameiginlegt. Þess er og rétt að geta að Þorsteinn Gíslason, sem þá var manna róttækastur í sjálfstæðismálum Islendinga, reit mjög góða og vinsamlega grein um Þorstein Erlingsson í „Eimreiðina" 1895. 5. VONIR OG VONBRIGÐI BRAUTRYÐJANDANS Þorsteinn Erlingsson hefur verið fullur bjartsýni, er hann kom heim til Islands aftur og byrjar út- *) Sbr. bréf Jóhannesar til Benedikts, sem Nanna Ólafsdóttir segir frá í fyrgreindri grein sinni i Ár- bók Landsbókasafnsins 1969. -34 gáfu „Bjarka" á Seyðisfirði 9. október 1896. Það sýnir bezt hið hástemda kvæði hans „Landsýn", er hann heilsar þeirri hreyfingu, sem hann hyggur þar háreista og vill leggja henni lið. Hann skrifar greinar í „Bjarka" um baráttu verkamanna og sósí- alista erlendis. Hann aðstoðar verkamenn eftir föngum við stofnun Verkamannafélagsins á Seyð- isfirði 1896—97. Og hann hvetur vafalaust þá verkamenn, sem duglegastir voru til forustu til róttækra skrifa um ástandið. Eftirtektarverð er hin harða ádeilugrein, sem einn af forustumönnum Verkamannafélagsins, Anton Sigurðsson, ritar í Bjarka 14. april 1897 um „bakburð kvenna í Reykjavik", kolaburðinn, sem Muggur málaði sína ógleymanlegu mynd af. En Þorsteinn hefur smámsaman orðið fyrir sárum vonbrigðum með hið andlega ástand alþýðu á Islandi. Draumsjón hans var að sameina sósíalisma og verklýðssamtök í volduga, ósigrandi fylkingu, sjá verkalýðinn rétta úr bognu baki sínu, eigi aðeins til að stórbæta sinn hag, heldur og til þess að taka forustu þjóðarinnar i sinar hendur. Þessi marxist- iska hugsjón hans gæddi hann sannfæringarkrafti allt sitt líf, þótt skilyrðin hvað þjóðfélagsþróun á Islandi leyfðu ei framkvæmd þeirrar hugsjónar i hans tíð. Þorsteinn hafði hvatt verkamenn til þess, er þeir djörfustu þeirra hófu blaðaútgáfu með gamla Al- þýðublaðinu 1906 „að snúa sér með fullri djörf- ung og heilshugar að þeirri stefnu, er heimurinn kallar Sósialismus og nú er aðalathvarf verka- manna og litilmagna hins svokallaða menntaða heims." Hann hafði boðið verkamönnum i Reykjavík, t.d. Dagsbrún, að flytja fyrir þá erindi, en forustan þá enn verið of þröngsýn, svo það var ekki þegið, — og sárindi hans yfir þessu koma fram þá loks hann flytur þeim fyrirlestur um „Verkamannasam- tökin", er ný Dagsbrúnarstjórn var komin til skjal- anna, sunnudaginn milli jóla og nýárs 1912. Er sá fyrirlestur prentaður í 1. árg. Réttar. Og honum svíður alþjóðleg einangrun og þekk- ingarleysi íslenzks verkalýðs, er hann segir i greininni um lát Bebels 13. ágúst 1913: „Þegar fregnin um lát Bebels flaug út um heiminn 14. ágúst munu þeir hafa verið fremur fáir af verka- mönnum og iðnaðarmönnum i borgum menningar- landanna, bæði í Norðurálfu og utan hennar, sem ekki skildu hver tíðindi það voru fyrir þá, nema J

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.