Réttur


Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 33

Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 33
Þorsteins Erlingssonar og fleiri, þegar rannsökuð hafa verið til fulls þau bréf og bréfasöfn frá þessum árum, sem til eru. Aðeins það, sem Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor og Nanna Ólafsdóttir sagn- fræðingur þegar hafa birt og nú hefur verið vitn- að i, sýnir hve víðtækur áhuginn er. Við má bæta úr sömu heimildum að 13. febr. 1894 ritar Einar Benediktsson um það i bréfi til Péturs á Gaut- löndum „hvort mér auðnast að lifa það að sósíal- isminn sigri", — og áður hefur Réttur birt þá tilvitnun úr bréfi Benedikts á Auðnum þar sem hann nokkrum árum síðar er að deila á vaxandi borgaraleg áhrif og ásakar sig og aðra þessum orðum: „En við Þingeyingarnir o. fl. þorum ekki að játa fyrir sjálfum okkur, hvað þá þjóðinni, að við séum sósialistar, við þorum ekki að sýna lit, ekki að hefja merkið." (Bréf til Sigurðar á Yzta- felli 6. febr. 1903). I 2. tölublað Tímaritsins ritar Benedikt svo grein, þar sem hann rekur allmikið bók eftir Sigurd Ibsen um félagsfræði nútímans og ræðir m.a. eina af frægustu bókum Karls Marx „Tilraun til að gagn- rýna hina pólitísku hagfræði", er út kom 1857—58 og var fyrirrennari höfuðrits hans „Auðmagns- ins". Sú hugsjónaást, sem gagntók forustumenn sam- vinnuhreyfingarinnar á þessum brautryðjendaárum á erindi til þennar nú þegar hún er orðin voldug og sterk. 4. VERKLÝÐSSINNI VER ÞORSTEIN En það voru, — til allrar hamingju fyrir heiður verkalýðsins, — ekki aðeins sósíalistískt þenkjandi frömuðir samvinnuhugsjónarinnar, sem tóku mál- stað Þorsteins og „Brautarinnar". Einn af brautryðjendum verklýðssamtakanna, Jó- hannes Sigurðsson frá Hólum í Laxárdal, tók hraustlega til máls í Stefni á Akureyri, 3. árg., Þann 28. nóv. 1895 (bls. 81—82), til þess að verja Þorstein fyrir árás þeirri, er hann varð fyrir í „Austra" sem fyrr getur. Hét grein Jóhannesar: >.Það hneykslaði mig“ og talar hann um leið alveg sérstaklega máli sósíalismans og ræðst á ofstæki sndstæðinga hans, sem birtist í því að slíkt kvæði sem Brautin eigi ekki að sjást á prenti. Og Jó- hann er hvorki myrkur í máli né feiminn. Hann raaðst eigi aðeins á andstæðinga, heldur og þá, sem honum finnst hafa byrjað vel en gefizt upp Jóhannes Sigurðsson og nofnir í því sambandi þá „Verðandimenn" Ein- ar Hjörleifsson og Hannes Hafstein. Jóhannes*) var stofnandi gamla Verkamannafé- lagsins á Akureyri og fyrsti formaður þess. Hafði verið vestan hafs um fimm ára bil, ritar þar grein- ar í Heimskringlu sérstaklega í anda verkamanna og fríþenkjara, fór heim sumarið 1894 og segir svo frá i bréfi frá Hólum 19. ág. að hann hafi orðið samferða Benedikt Sveinssyni á skipinu, en farið heim ríðandi frá Húsavik með „vini mínum Bene- dikt Jónssyni frá Auðnum." Kynnin og samböndin milli frumherja hinna róttæku hreyfinga eru því náin. Síðar munu þeir Benedikt hafa rætt nokkuð um að reynt yrði að stofna til útgáfu róttæks tíma- rits, máske svipað hinni norsku „Kringsjá" og Benedikt stungið upp á að fá Jón Ölafsson heim *) Nánar um Jóhannes er að finna i fyrrgreindri bók Ölafs R. Einarssonar „Upphaf islenzkrar verk- lýðshreyfingar. 33

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.