Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 46
INNLEND Blg^B ■
VÍÐSJÁ 1
KOSNINGAR
í SJÓMANNAFÉLAGI
REYKJAVÍKUR
Kosningum í Sjómannafélagi Reykjavíkur
lauk um miðjan janúar. Kosinn var listi
stjórnar og trúnaðarráðs með 415 atkvæðum,
er þá Hilmar Jónsson formaður, en Pétur
Sigurðsson varaformaður. Listi sá, er fram
var borinn með Pétri H. Olafssyni sem for-
mannsefni og Jóni Tímóteussyni sem vara-
formannsefni, fékk 383 atkvæði svo mjótt
var á mununum.
DAGSBRÚNAR-
KOSNINGAR
Stjórnarkosningar fóru fram í Dagsbrún
30. janúar. Listi stjórnar og trúnaðarráðs
fékk 1566 atkvæði. Stjórnina skipa eftirtaldir
menn: Eðvarð Sigurðsson, formaður, Guð-
mundur J. Guðmundsson, varaformaður,
Halldór Björnsson, ritari, Pétur Lárusson,
gjaldkeri, Andrés Guðbrandsson, fjármálarit-
ari og meðstjórnendur Baldur Bjrrnason og
Pémr Pémrsson. Varastjórn skipa: Ólafur
Torfason, Högni Sigurðsson og Guðmundur
Sveinsson.
B-listinn, borinn fram af Friðrik Kjarrval
og Arna Sveinssyni fékk 212 atkv. Síðast var
kosið í Dagsbrún 1964.
46
IÐJUKOSNINGAR
I REYKJAVIK
Stjórnarkosningar fóru fram í Iðju, félagi
verksmiðjufólks, 23. janúar. Kosinn var B-
listi stjórnar og trúnaðarráðs með 607 atkv.
(síðast 626), en listi Pálma Steingrímssonar
fékk 175 atkv. (síðast 254). Veður var slæmt
á kosningadaginn. Formaður Iðju er áfram
Runólfur Pétursson, en varaformaður Guð-
mundur Þ. Jónsson.
ALÞINGI SAM-
ÞYKKTI 50 MÍLURNAR
EINRÓMA
Þann 15. febrúar 1972 samþykkti samein-
að Alþingi einróma með 60 atkvæðum til-
lögu í landhelgismálinu eins og utanríkis-
málanefnd samhljóða hafði gengið frá henni.
Aður hafði breytingatillaga stjórnarandstæð-
inga verið felld með 32 atkv. gegn 28.
Þingsályktunartillagan eins og hún var
samþykkt hljóðar svo
„Alþingi ítrekar þá grundvallarstefnu Is-
lendinga, að landgrunn Islands og hafsvœðið
yfir því sé hluti af íslenzku yfirráðasvæði, og
ályktar eftirfarandi:
1. Að fiskveiðilandhelgin verði stœkkuð
þannig, að hún verði 50 sjómílur frá
J