Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 32
Benedikt Jónsson á Auðnum
Hvað eftir anrað ræðir Benedikt um sósialista
og vitnar í ,,Brautina". Andi hennar gagnsýrir grein
hans og visuorðin úr henni eru hinn rauði þráður
hennar. „Við erum loksins að vakna" er viðkvæð-
ið.
Það var ekki að undra þó Þorsteini þætti vænt
um að sjá slik áhrif síns ágæta kvæðis, sem aðrir
hneyksluðust svo á. Hann skrifar Benedikt þessi
orð um greinina í þréfi 3. marz 1897:
„Mjer og minni Ijóðasmið hefur aldrei verið
jafnmikill sómi sýndur, jeg las hana i rúmi minu
og grét yfir henni eins og barn“*).
Vafalaust hefur Benedikt á Auðnum ekki verið
einn um þessa afstöðu meðal brautryðjenda sam-
vinnuhreyfingarinnar. Sigurður Jónsson á Yztafelli
ritar grein í tímaritið dags. í janúar 1896 sem tek-
in mun upp úr „Ófeigi", þar sem hann er að
undirstrika að þeir fátæku verði að vera með í
hreyfingunni og endar með þessum orðum:
„Kaupfélögin eiga langa og heillaríka framtíð
fyrir höndum, ef meðlimir þeirra hafa þessi þrjú
meginatriði jafnan fyrir augum:
að leita sannleikans,
að haltra eigi til beggja hliða, og
að styðja hina fátæku“.
Hin róttæka félagshreyfing Þingeyinga, sem
samvinnuhreyfingin er einn meiður af, beindist
raunverulega gegn ríkisvaldi og auðvaldi þess
tíma (embættisvaldi og kaupmannavaldi), eins og
m. a. kom í Ijós í því hvernig lesið var úr skamm-
stöfuninni á leynifélaginu O. S & F. þ. e. „ofan með
sýslumann og faktor". Og áður höfðu þeir sömu
Þirrgeyingar sýnt róttæka afstöðu sína í þjóð-
frelsismálum með myndun Þjóðliðsins.
Það er og eftirtektarvert að nokkur leynifélags-
starfsemi virðist hafa átt sér stað, sem einnig
kann að hafa snert verklýðssamtökin. Snorri Jóns-
son, bróðir Benedikts, en faðir Áskels, segir frá
félagi, er nefnist „Undiraldan" í dagbók sinni 1888,
14. des. og hafi það þá verið stofnað á Einars-
stöðum. 1890 er setudómari að reyna að grenslast
eftir sliku félagi. Og „Undiralda" nefnist sveita-
blað í Mývatnssveit 1888—90**).
Slíkt „leynilegt" málfundafélag með sama nafni
„Undiraldan" var og til á Akureyri á áratugnum
1890—1900, líklega árunum 1894—97, og segir
frá því í fréttapistli í Bjarka 13. april 1897***). Virð-
ist það vera einskonar fyrirrennari Verkamanna-
félagsins.
Mikið á vafalaust eftir að koma fram enn um
félagshreyfingu þessara ára, um viðræðurnar
manna á milli um sósíalisma og þarmeð um áhrif
*) Við eigum birtingu þessa bréfhluta Nönnu Ólafs-
dóttur sagnfræðingi að þakka, sbr. grein hennar
í Árbók Landsbókasafnsins 1969: „Úr fórum Bene-
dikts á Auðnum".
**) Um þetta má lesa nánar í Grein Sveins Skorra
prófessors í Skírni 1970: „Ófeigur í Skörðum" og i
bók Arnórs Sigurjónssonar „Islenzk samvinnufélög
100 ára" Reykjavik 1945.
***) Sjá nánar um þetta í bók Ólafs R. Einarsson-
ar: Upphaf íslenzkrar verklýðshreyfingar, bls. 70—
76, einkum á bls. 74.
32
j