Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 42
ERLEND
VIÐSJÁ
ÞÝZKIR AUÐHRINGIR
DROTTNA í EB
Það þýzka auðhringavald, sem forðum
gerði út Hitler og herskara nasismans, lapa'ði
stríðinu, — en það er nú að vinna friðinn.
Þetta auðvald, sem með her sínum lagði und-
ir sig Vestur-Evrópu og missti hana aftur, er
nú að leggja hana undir efnahagsleg og þar
með pólitísk yfirráð sín.
Þýzku auðhringarnir hafá færst gífurlega
í aukana á síðusm árum og auðurinn færst
á færri hendur: 1,7% Vesmr-Þjóðverja átm
1966 74% alls fjármagns í framleiðslunni.
— Orfáar samsteypur drotna nú í aðalgrein-
um iðnaðarins.
I Efnahagsbandalaginu eru hinar þjóðirn-
ar nú farnar að finna fyrir valdi þýzku auð-
hringanna. Iðnaðarframleiðsla Vestur-Þýzka-
lands er jafnmikil iðnaðarfrámleiðslu Frakka
og Itala til samans. Af þeim 50 auðfélögum
Vesmr-Evrópu, sem mesta velm hafa, er
helmingurinn vesmr-þýzkur. Arið 1970 voru
af þeim 10 auðhringum Vesmr-Evrópu, sem
mesta velm höfðu, fimm vesmr-þýzkir, tveim
fleira en 1968. Velta stærsm þýzku auðhring-
anna óx að meðaltali um 21% frá 1969 til
1970, — auðvitað á kostnað hinna.
Meðal sterkusm auðhringanna má nefna:
1. G. Farben-samsteypan (hin gamla al-
ræmda endurreist) þar sem í er m. a. Bayer,
Badische Anilin und Soda Fabrik (BASF),
Hoechst og fleiri, ársvelta 815 miljarðar kr.,
starfsmenn 310 þúsund. — Siemens — AEG
— Telefunken með veltu, er nemur 463
miljörðum kr. og hálfa miljón starfsfólks. —
Thyssen — Mannesmann með 165 þúsund
manns í vinnu og 338 miljarða kr. í veltu.
Og þannig mætti lengi telja þá risa, sem nú
eru að leggja Vestur-Evrópu undir sig.
HETJUR HELLAS
Gríski Kommúnistaflokkurinn heima fyr-
ir heyr sína hetjulegu barátm í banni lag-
anna og gríska fasistastjórnin herðir á kúg-
uninni, samtimis því sem hún gefur Nato-
bandamönnum sínar blekkjandi upplýsingar.
I október 1971 voru 33 félagar úr Komm-
únistaflokknum, svo og margir stúdentar,
settir í fangelsi. Meðal kommúnistanna voru
tveir miðstjórnarmenn. Stutt æviágrip þeirra
bregður ljósi yfir líf og baráttu þessara.
manna:
Haralambos Drakopoulos er rétt fimmtug-
ur, var fangelsaður 1939 af fasistastjórn Met-
axas, strauk, varð skæruliðaleiðtogi í barátt-
unni við þýzku nasistana, dæmdur til dauða
í upphafi borgarastríðsins, fangelsaður 1946,.
Iátinn laus 1960 eftir 14 ár í fangabúðum,
leiðtogi leynisamtaka Kommúnistaflokksins.
Dimitrios Partsalides, 69 ára, varð 1923
ritari Æskulýðssambands kommúnista, frá.
1931 meðlimur í framkvæmdanefnd gríska.
42