Réttur


Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 29

Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 29
•afturhald í félagsmálum og jafnvel í tæknimálum, — eða hitt að dansklundaðir embættismenn, sem voru andsnúnir sjálfstæðisbaráttu Islendinga, gátu verið róttækari í félagslegum umbóta- og réttinda- málum almennings en sjálfar sjálfstæðishetjurnar. Það er því engin tilviljun að það tímarit, sem flytur boðskap tæknibyltingarinnar til Islands og vill gera „eimreiðina" að tákni hins nýja tíma, boð- ar og sósíalismann í upphafskvæði sínu. Það er viss gagnkvæmur skilningur á milli róttækasta hluta borgarastéttarinnar og frumherja sósíalismans. Það verður þannig og táknrænt að þegar Þorsteinn Hrlingsson kemur til Seyðisfjarðar 1896, fer hann m. a. að beita sér fyrir stofnun útgerðarfélags (Garðarsfélagsins) og að á Bíldudal er það einn af brautryðjendum útgerðar og kapitalisma á Is- landi, sem styður hann til blaðaútgáfu þar, Pétur Thorsteinsson. Marxistarnir skilja að tækniþróun er ekki síð- ur forsenda og frumskilyrði sósíalisma en kapi- talisminn sjálfur. Og sé ekki tæknistigið til í því þjóðfélagi, þar sem þeir ætla að vinna fólkið til fylgis við sósíalisma, þá er að skapa það tækni- stig (svo sem rússnesku bolsevikkarnir urðu að gera síðar). Þorsteinn Erlingsson er ekki einn um þessa af- stöðu af íslenzkum sósíalistum þá: Vissa samteng- ingu sósíalisma við þær tækniframfarir, sem þá voru einvörðungu hugsanlegar á grundvelli kapi- talismans. Sama ár og „Þyrnar" komu út 1897, birtist og „Sögur og kvæði" eftir Einar Benediktsson og þar i sem forustukvæði: „Islandsljóð". Þar í er þrískiftingin i baráttunni boðuð svo greinilega sem verða má: 1) Tæknibyltingin í fyrsta þætti: „Fleytan er of smá, sá grái er utar", — 2) Annar þátturinn verður hersöngur sósíalista ó Islandi: ..Sjá, hin ungborna tíð", — og 3) þriðji þátturinn er helgaður reisn og tungu þjóðarinnar: „Sigurbrag- ur fólks, er vaknar". (Siðar meir, átti þessi þrí- skifting eftir að birtast í pólitísku samstarfi fyrr- greindra aðilja í nýsköpuninni 1944—1946, máske i síðasta skifti í íslenzkri sögu). „Dagskrá", blað Edward E. Wiinblad, prentarasveinn, 18 ára, þá formaður dönsku deildar hins sósíalist- iska „Internationale". Einars Benediktssonar, hóf göngu sína 1. júní 1896 og hvað eftir annað birtast þar greinar um verkamannasamtök og sósíalisma*). Vestur í Kanada er Stephan G. farinn að flytja boðskap sósíalismans I kvæðum sínum á þessum árum. Og norður á Akureyri lýsir þjóðskáldið sjálft, séra Matthías Jochumsson, sig sem sósíalista I „Stefni" 10. des. 1896**), er hann minnist Williams Morris enska sósialistaleiðtogans og stórskáldsins, *) Sverrir Kristjánsson reit grein „Frá Dagskrár- **) Þessi grein Matthiasar er birt í heild í Rétti árum Einars Benediktssonar" í Þjóðviljann 19. febr. 1952, bls. 57—59. 1947, sem birtist í „Ræður og riss", safni nokkurra af ritgerðum hans. 29

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.