Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 36
lítilmagna, að ætla sér að halda höndum á þjóð-
höfðingjum og stjórngörpum Norðurálfu, með 10
þús. miljóna fjármagni til herbúnaðar að baki sér.
En þjóðveldismenn í Sviss brostu ekki. Þessum
mönnum var fagnað þar sem alvarlegum erindrek-
um mannúðar og menningar. Þessum jafnaðar-
mönnum, sem andstæðir eru allri lögbundinni trú,
og telja sig naumast kristna menn margir þeirra,
var boðin dómkirkjan í Basel — fornheilagt musteri
til að halda fund sinn í.“
Stolt og trúnaðartraust Þorsteins skein úr hverju
orði í öllu upphafi þessa erindis, trúin á að verka-
lýðurinn gæti stöðvað það blóðbað, er sprytti af
„fjármuna- og valdagræðgi hinna ráðandi stétta."
En hann átti þá ekki langt eftir, — dó 28. sept.
1914, — svo honum auðnaðist ekki að draga álykt-
anir af þeim harmleik, er gerzt hafði. — Það tókst
hinsvegar skáldbróður hans og skoðanabróður
Stephani G., bæði i „Vopnahlé" og síðar — af
því honum varð lengra lífs auðið.
Stundum hefur máske hvarflað að Þorsteini að
kveða likt og vinur hans, Stephan G. Stephans-
son gerði:
„Min bjargföst von um betri mannkyns hag
mér benti' í átt, þar geislar munu rísa. —
Eg veit, að eg hef vaknað fyrir dag
og verða að kveðja áður en fer að lýsa."
Ef til vill komu vonbrigði hans skýrast fram í
þeirri þreytingu, er hann gerði á kvæðinu „Land-
sýn" í desember 1904 og eru báðar gerðirnar birtar
hér, svo menn geti borið þær saman og séð sjálfir
inn í hug skáldsins og brautryðjandans.
En vonina gaf hann ekki upp:
„Við vonum þú senn eigir svipmeiri þjóð
og senn verði heiðari bráin;
til þess orti Jónas sín þjóðfrægu Ijóð,
til þess er Jón Arason dáinn".
Og til þess hefur Þorsteinn Erlingsson lifað, ort
og barizt.
Hann fékk ekki að lifa það að sjá hvilíkan þátt
einmitt Ijóð hans og lif, — og þá fyrst og fremst
Kaupmannahafnar-kvæðin, — áttu í því að veita
íslenzkum verkalýð þá reisn, stórhug og þrótt, sem
gefið hefur honum alla stærstu sigra sína.
En með því, sem hann vann til þess að vekja
íslenzkan verkalýð til dáða, kveða í hann kjark
36
og byltingarhug sósialismans, gerðist hann eigi
aðeins brautryðjandi sósíalisma á Islandi, heldur
verður og eilifur förunautur sósialistiskrar hreyf-
ingar, sem ætið mun tala til alþýðu í Ijóðum sín-
um, þegar hætta er á að hugsjónin kafni í dægur-
þrasinu,*) gleymist í „velferðar'-vimunni eða jafn-
vel dofni í myrkviði valdanna að úrslitasigrinum
unnum. Þá mun ætíð hvöt Þorsteins hljóma skær
með áræðisins eilifa krafti um að halda aftur af
stað „uns brautin er brotin til enda."
HEIMILDIR, SEM STUÐST ER VIÐ:
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Þorsteinn Erlings-
son. Reykjavík 1958.
Nanna Ólafsdóttir: „Or fórum Benedikts á Auðn-
um." Árbók Landsbókasafns Islands 1969.
Ólafur R. Einarsson: Upphaf íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar 1887—1901. Rvík 1970.
Sveinn Skorri Höskuldsson: „Ófeigur i Skörðum
og félagar". Skírnir 1970.
* Ég minnist þess vel hver örvun líf og Ijóð Þor-
steins og Stephans G. var mér og fleirum í vinstra
armi Alþýðuflokksins 1928 og skrifaði þá grein um
þá tvo í Rétt: „Árgalarnir áminna. Raddir frá storm-
tímum stefnunnar."
J