Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 11
Kvennavinna i námu. Um 1840. Tréskurðarmynd.
borgarastéttarinnar urðu að lúta í lægra haldi,
svo að öllum var augljóst, fyrir hagfræði-
kenningum verkalýðsstéttarinnar."2)
En 10 tíma vinnudagur var alls ekki tak-
markið. Líffræðilegar rannsóknir sýndu að
heilbrigði manna var hætta búin, líkaminn
þarfnaðist meiri hvíldar, því dagleg eyðsla
lífsorku fram yfir ákveðið stig, leiðir til þess
að maðurinn getur ekki innt af hendi störf
sín að nýju dag eftir dag. Andlegar og lík-
amlegar þarfir mánnsins kröfðust meiri frí-
tíma. Því var baráttunni haldið áfram fyrir
næsta áfanga.
1. MAÍ OG 8 STUNDA VINNUDAGUR
Hinn svonefndi hátíðisdagur verkalýðsins
1. maí, er fyrst og fremst baráttudagur verka-
lýðsstéttarinnar, — sá dagur ársins, þegar
verkalýður heimsins fylkir liði og fer út á
göturnar berandi fram kröfur um aukið frelsi,
réttlæti og frið. Upphaf þessa barátmdags má
rekja til baráttunnar fyrir átta stunda vinnu-
degi.
Árið 1888 hafði bandaríska alþýðusam-
bandið samþykkt að 1. maí árið 1890 skyldu
verkamenn um allt land skipuleggja kröfu-
göngur og krefjast 8 stunda vinnudags. Ann-
að alþjóðasamband verkalýðsins samþykkti
á þingi sínu í París árið 1889 að gera 1. maí
að alþjóðlegum verkalýðsdegi. Krafan um 8
stunda vinnudag varð ein aðalkrafa dagsins,
auk baráttunnar fyrir samfylkingu og heims-
friði. Þar með var krafan um 8 stunda vinnu-
dag orðin alþjóðleg krafa, en áður höfðu ein-
stök verkalýðssamtök háð langa barátm fyrir
honum.
En þessi sjálfsagða mannréttindakrafa átti
ekki upp á pallborðið hjá atvinnurekendum.
Það var ekki fyrr en í lok fyrri heimsstyrj-
aldarinnar að krafan náði fram að ganga. Það
var hin sterka aðstaða verkalýðshreyfingar-
innar í styrjaldarlokin og byltingarótti borg-
arastéttarinnar, sem leiddi til undanlátsemi.
Víða þar sem kommúnistar eða sósíaldemó-
kratar náðu meirihlutaaðstöðu var 8 tíma
vinnudagur, þ. e. 48 tíma vinnuvika lögfest,
t. d. í Sovétríkjunum daginn eftir valdatöku
bolsevikka, í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og
Hollandi á árunum 1919—’20 og í Bret-
landi að nokkru um líkt leyti. I Bandaríkj-
unum náði þessi krafa fram að ganga í stjórn-
11