Réttur


Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 26

Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 26
EINAR OLGEIRSSON VIÐ UPPHAF BRAUTARINNAR Það eru um þessar mundir liðnir þrír aldarfjórð- ungar síðan hin fyrsta magnþrungna herhvöt sósíal- ismans barst islenzkri alþýðu: Kvæðið „Brautin" ort af sjálfum brautryðjenda sósíalismans á Islandi, Þorsteini Erlingssyni. Þegar við, sem nú lifum og höfum tekið þátt í þessari baráttu sósíalismans í hálfa öld, hugsum til eldmóði þrunginnar boðunar þess og ákalls: ,,að brjótast það beint, — þá vitum við að vísu að brautin hefur orðið skrykkjóttari en þeir og við hugðum, að stórfenglegum sigurvinningum, sem umturnað hafa ásýnd jarðar, hafa og fylgt sár von- brigði og margs konar raunir, — en hitt er og Ijóst að án þess „djarfmannlega áræðis," án þess hug- arfars að vilja „brjótast það beint" hefðu engir sigrar unnist, engin braut verið brotin hvorki skrykkjótt né bein. — Það er því rétt að ihuga nokkuð þær aðstæður, sem voru þegar „Brautin" birtist, þann jarðveg, er hún vex upp af, og þær viðtökur, sem hún fékk. Lítum fyrst örstutt yfir aðstæðurnar erlendis: Úti í Evrópu er verkalýðurinn vaknaður til dáða. Fyrsta alþjóðasamband hans hefur lokið sinu braut- ryðjendastarfi. Kommúnan i Paris háð sitt hetju- stríð. Annað alþjóðasamband er nýstofnað (1889) og verkalýður stórborganna hefur fyllt broddborg- arana skelfingu með kröfugöngum sínum 1. maí 1890. Þýzki verkalýðurinn hefur hrundið 12 ára banni á sósialistaflokki sinum 1890 — og sækir fram frá einum stórsigrinum til annars. Friedrich Engels, hinn mikli leiðtogi alþjóðahreyfingar sósíal- ismans eftir lát Karls Marx, andaðist 5. ágúst 1895, sannfærður um sigur stefnunnar. August Bebel, verkalýðsleiðtogi Þýzkalands, verður, í krafti hins volduga þýzka flokks, einhver ágætasti leiðtogi hreyfingarinnar tæpa tvo áratugi, meðan honum endist aldur. Og sama ár og Engels lézt stofnar Lenin og fleiri „Baráttubandalagið til frelsunar verkalýðsins", sem þrem árum síðar leiðir til stofn- unar sósíalistisks flokks i sjálfri dýflissu hinnar keisaralegu harðstjórnar. I Danmörku gefst harðstjórinn Estrup upp og 26

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.