Réttur


Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 13
Barnavinna í námu um 1840. 12 tíma vinnudag, á sama tíma og danskir verkamenn voru að því komnir að fá 8 tíma vinnudaginn lögfestan. Um þetta segir svo x dreifibréfi verkamanna: „Þetta kúgun- arboð mundi enginn maður komast fram með í nokkru siðuðu landi. Ætli þið, verka- menn í Reykjavík, að brennimerkja ykkur sem skrælingja? Við verkamenn í höfuðstað landsins skulum ekki láta það ásannast, að þessi útlendi vinnuveitandi stjórni vinnutíma vorum, heldur skulu það vera vor einkunnar- orð: Það ernm við verkamenn, sem ráðum".*) Um tveim mánuðum eftir að verkfall við höfnina hófst tókust samningar og þar var viðurkenndur 10 stunda vinnudagur. Þessi barátta á Islandi átti sér stað um það bil 5 árum áður en verkamenn nágrannalandanna fengu 8 smnda vinnudaginn lögfestann, og 65 ár liðin frá því að 10 smnda vinnudagur var fyrst lögbundinn á Bretlandseyjum. VÖKULUGIN OG RÉTTINDABARÁTTAN Það var árið 1910 sem fyrsta tilraunin var gerð á Islandi til að fá alþingi til að lögbjóða 10 stunda vinnudag. Þar er að verki einn af hvatamönnum að stofnun verkalýðssamtaka á Vestfjörðum Olafur Olafsson, sem skýrir frá því í blaðinu Vestra, að verkalýðsfélagið á Isafirði hafi farið þess á leit við þingmann staðarins séra Sigurð Stefánsson í Vigur að fá löggjafarvaldið til að lögbjóða 10 stunda vinnudag. Segir blaðið að þetta sé í fyrsta sinn sem þessi krafa sé borin fram hér á landi. Þingmaðurinn varð þó eigi við þess- um tilmælum og snéri Olafur sér þá til Skúla Thoroddsen, sem lofaði honum að styðja málið ef það kæmi fyrir alþingi. I lok grein- arinnar segir Ólafur að hann „leyfi sér . . . að skora á háttvirtan þingmann vorn að fylgja kröfum vor verkamanna með ráðum og dáð á næsta þingi." En ekki tók Sigurður málið upp á alþingi.”) Arið 1919 var tilraun gerð á alþingi Is- lendinga til að fá lögfest ákvæði um vinnu- tíma sjómanna. Þá flutti Jörundur Brynjólfs- son frumvarp til laga um 8 tíma hvíldar- tíma háseta á botnvörpungum. Málið mætti mikilli andstöðu á þingi og vár frumvarpið fellt, einkum vegna ótta bændaþingmanna við sams konar kröfur annarra stétta um 8 tíma vinnu, 8 tíma svefn og 8 tíma hvíld. 13

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.