Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 23
félagslega byltingu og gefa þannig hvoru um sig
rikara inntak og nýtt gildi. Sósialísk stjórnmála-
hreyfing leggur hvorki að jöfnu allar umbætur
innan ríkjandi þjóðfélags, né heldur gerir hún ráð
fyrir, að sósíalisminn geti vaxið upp smátt og smátt
innan þess án nokkurra stökkbreytinga. Hún hlýtur
einkum að berjast fyrir þeim umbótum, sem skap-
að geta forsendur fyrir breytingu þjóðfélagsins
í sósíaliska átt, þ. e. umbótum, er á einhvern hátt
auka þjóðfélagslegt vald og frumkvæði alþýðu-
stéttanna og fela í sér sjónarmið andstæð lög-
málum auðvaldsskipulagsins. En þótt slíkar um-
bætur séu nauðsynlegur áfangi geta þær þó aldrei
komið I stað lokastigsins, hinnar eiginlegu þjóð-
félagsbyltingar, en með því hugtaki er eingöngu
átt við breytinguna á sjálfri undirstöðu þjóðfélags-
ins (þ. e. eigna- og valdakerfinu), en ekki neinar
tilteknar aðferðir, sem beitt er til að koma henni á.
Hvort sem hún fer friðsamlega fram eða ekki, verð-
ur hún ekki bútuð niður I smærri landvinninga.
Helztu valdamiðstöðvarnar i nútíma auðvaldsþjóð-
félagi mynda eina samfellda heild, og því verður
aldrei til langframa stjórnað samtimis eftir tveim
andstæðum meginreglum. Á fyrsta stigi getur því
hin sósíalíska hreyfing smátt og smátt komið sér
upp stofnunum og aflað sér valdaaðstöðu, sem gerir
henni kleift að takmarka og skilyrðisbinda á ýmsan
hátt verkanir þeirra lögmála, er ríkja í auðvalds-
skipulaginu. En þegar hún kemst svo langt að geta
í verulegum mæli sett eigin sjónarmið og viðmið-
unargildi í stað hinna borgaralegu, verður hún líka
að vera þess albúin að stíga skrefið til fulls og
ná úr höndum borgarastéttarinnar helztu valda-
stöðvum þjóðfélagsins. Með hverjum hætti þessu
markmiði verður náð, er auðvitað ekki undir hreyf-
ingunni einni komið, en hún getur unnið að því, að
það gerist friðsamlega. Til þess eru að sjálfsögðu
því meiri likur sem lýðræðislegir stjórnarhættir eru
rótgrónari og aðstaða yfirstéttarinnar til beinnar
valdbeitingar erfiðari.
ÚTBREIÐSLA
SÓSÍALÍSKRA HUGMYNDA
Baráttan um hið pólitíska vald er jafnan megin-
þáttur í starfsemi hinnar sósíalísku hreyfingar, en
starfið er ofið fleiri þáttum. Hreyfingin verður einn-
ig að kappkosta að bæta vígstöðu sina á hinum
félagslega og menningarlega vettvangi utan vé-
Karl Marx
banda ríkisvaldsins. Þetta er nauðsynlegt, bæði
vegna þess að hið borgaralega hugmynda- og
valdakerfi hefur skotið þar djúpum rótum, svo og
til þess, að lögð sé fyrirfram undirstaða að lýð-
ræðislegum tengslum milli sósíalísks þjóðfélags
framtiðarinnar og ríkisvalds þess, svo að ríkis-
valdinu verði beitt i þjónustu samfélagsins, en
vaxi því ekki yfir höfuð og verði valdatæki tiltölu-
lega fámenns hóps.
23