Réttur


Réttur - 01.10.1981, Qupperneq 16

Réttur - 01.10.1981, Qupperneq 16
Ronald Reagan og ragnarök mannkyns Bandaríkin telja 5% af íbúum heims, en þau taka til sín um 25%, af framleiðslumagni heimsins — ráða yfir auðœfum um ailan auðvaldsheiminn og í miklu af hinum fornu nýlendum, sem veita þeim slíkt arðránsvald. Bretaveldi réð um aldamótin 1900 yfir fjórðungi veraldar. Nú hafa Bandaríkin gerst arftaki þeirra — og það er örfámenn yfir- stétt Bandaríkjanna, skipulögð í ríkustu og voldugustu auðhring- um heims, sem arðrœnir þorra jarðarbúa í umrœddum löndum, ýmist sem eigandi stórfyrirtœkja þar eða sem lánardrottinn, og hefur her sinn í þeim til þess að tryggja þar völd sín og yfirstétta sem eru þeim undirgefnar eða hliðhollar — og til þess að undir- búa árásir á önnur lönd, sem þessi aðalyfirstétt jarðar vill ná undir yfirráð sín og arðræna. Þetta er heimsmyndin, sem menn verða að fara að horfast í augu við, ef menn œtla að gera sér raunverulega grein fyrir því hversvegna hinn œgilegi vígbúnaður bandarísku yfirstéttarinnar er orðinn svo mikill að hann getur tortímt mannkyninu, ef illa fer.

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.