Réttur


Réttur - 01.10.1981, Side 25

Réttur - 01.10.1981, Side 25
VIII. Kapphlaupið við kaupmenn dauðans Hættan á tortímingu alls mannkyns er nú þegar yfirvofandi. Hún eykst með hverju nýju gereyðingarvopni, sem við bætist, — magnast með vexti liaturs og heimskunnar, sem erindrekar kaupmanna dauðans vinna að. Vér mennirnir stöndum frammi fyrir hugsanlega ægilegasta — og síðasta — harm- leik mannkynssögunnar. Það verður að vekja hjá mannkyninu sjálfu, fjöldanum og foringjum hans, meðvitundina um þá óskap- legu ábyrgð, sem á þeim hvílir, að hafa vit og vald til að afstýra voðanum. Það þarf dýpri hugsun, meiri virkni og hatrammari viljastyrk hjá öllum fjöldanum, miljónum manna um heim allan, ef það á að vera hægt að afstýra glötun mannkynsins. Það er auðséð á tillögum Reagans upp á síðkastið: að undirhúa „lítið atomstríð” í Evrópu, að liann og bandaríska yfirstéttin eru hrædd við atomstríð, sem tortímdi þeim sjálfum ásamt þorra alls mannkyns. Þessir „heimsdrottnar” — að eigin áliti — álíta stjórnmálamenn Evrópu slíka fábjána að þeir samþykki þessháttar sjálfsmorð, til þess að þóknast „herraþjóðinni”, — gera Evrópu að geislavirku víti og Bandaríkjaauðvaldið að drottnara heims. Menn skulu ekki ætla að bandaríska yfir- stéttin hafi neinar siðferðilegar hömlur i þessu efni. Sú yfirstétt hefur á undanförnum áratugum látið heri sína og CIA — verkfæri sitt — myrða miljónir manna, sumpart með aðstoð innlendra yfirstétta viðkomandi landa: yfir miljón Indiána i Brasilíu, yfir /i miljón kommúnista í Indonesíu, álíka mann- fjölda á Timor og 7 ára múgmorð sjálfs Bandaríkjahers í Víetnam segir hryllilegustu Mólmælagansa i Amslerdam gejjn ncftrómisprenjijiim. 201

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.