Réttur


Réttur - 01.10.1981, Síða 42

Réttur - 01.10.1981, Síða 42
Benjamín Franklíns, m.a. vegna þess að hún hefur ekki kunnað að varast það auðvald, er upp reis hjá henni sjálfri, — og hafa þó bestu foringjar hennar varað hana við því allt frá því Abraham Lincoln talaði til henn- ar á síðasta ári ævi sinnar — og þar til m.a.s. Eisenhower forseti varaði hana við í kveðju- ræðu sinni. Ofstækið og heimskan, sem fjölmiðlar auðvaldsins þar vestra, skapa og ala á var slíkt að auðvaldspressan brennimerkti Franklin D. Rooswelt, mesta stjórnskörung þjóðarinnar á þessari öld sem kommúnista, af því hann þorði að gera m.a. þjóðnýtingar- ráðstafanir og ýmsar endurbætur í þágu hinna atvinnulausu og vinna þannig gegn heimskreppunni. En Bandaríkjaauðvaldið mun fá að sjá það að yfirgnæfandi meirihluti mannkyns mun ekki láta bjóða sér hungur og hörmung- ar í heimi, þar sem öllum gæti liðið vel. Hinn kúgaði fjöldi mun rísa upp fyrr eða síðar. Bandaríska auðvaldið getur að vísu barið þá frelsisbaráttu niður, af því það hefur vopn, sem enska auðvaldið hafði ekki 1776. En beiting kjarnorkuvopnsins, sem bandaríska auðvaldið nú undirbýr, þýðir út- þurrkun mannkynsins, líka ,,yfirstéttar heimsins” í Mammonsríki Ameríku. — Og skyldi því finnast slíkur „sjálfsmorðssigur” of dýru verði keyptur, þá bíður þess auð- valds ekkert annað en að tapa eins og breska kúgarans1776. Hvers konar þjóðfélaj» mófa hin skefjalausu gróðafyrirtæki dráps- iðjunnar? í New York býr helmingur allra eitur- lyfjaneytenda Bandaríkjanna, rán er framið á 7. hverri mínútu, á öðrum hvorum klukkutíma nauðgun, á sjötta hverjum klukkutíma morð. Þar eru og 500 sterkustu fyrirtæki Bandaríkjanna, New York er höfuðborg heimskapítalismans. íbúarnir eru 7Vi miljón. Rotturnar yfir 8 miljónir. 218 Þcssi mynd var gefin úl af lögregiiisamlökiiin í Ne» York, liinum almenna borgara lil artvörunar.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.