Réttur


Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 2

Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 2
fyrir allt — svo sjálfstæö að neita því valdboði. — Og þegar lítilsigldur erindreki ameríska auðvaldsins ætlaði síðan að láta íslenska braskarafá meirihlutavald — og — eign í Áburðarverksmiðjunni, 280 miljón króna fyrirtæki, fyrir 6 miljónir króna, þá strandaði þessi „löglegi" þjófnaður hans á vilja Alþingis, er neitaði að samþykkja slík lög. Hitt hættulega illvirkið, sem vissir valdhafar nú boða, er að afhenda mikið af fossafli íslendinga erlendum auðfélögum til langs tíma, stela handa þessum auðgömmum dýrmætustu auðlindum íslendinga. — Þetta var forðum reynt 1917-23 og brennimerkti Jón Þorláksson þá slíka stefnu sem „föðurlandssvik" ásamt Guðmundi Björnssyni landlækni. — Svo fremi sem þeir flokkar, sem þá afstýrðu glapræði og glæp 1923, eru nú svo djúpt sokknir í spillingu og undirlægjuhátt við erlenda auðdrottna að þeir ræni þeim til handa framtíðar- eign komandi kynslóða, þá skal þeim sagt þetta: Slíkum landráðasamningum mun þjóðin rifta og gera þá menn ábyrga, er gert hafa. — Þegar landráðasamningurinn við Breta var gerður 1961 um að stækka aldrei fiskveiðilandhelgi íslands upp úr þeim 12 mílum, er sósíalistar höfðu komið fram í þorskastríði, nema með leyfi Breta eða Haagdómstólsins, — þá lýsti stjórnarandstaðan á Alþingi yfir því að þessum samningi myndi hún rifta, er hún kæmist til valda — og gerði það 1971. Það mega því þeir erlendu auðdrottnar vita, er nú kunna að kaupa eða blekkja íslenska valdhafa til þeirra ódæðisverka að afhenda þeim íslenskt fossafl: drýgja „föðurlandssvik" svo notað sé orð Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns Sjálfstæðisflokksins, — að íslensk þjóð mun rifta slíkum landráða- samningum skaðabótalaust og gera þá, sem glæpinn drýgðu ábyrga, ef þeir eru þá enn ofar moldu og hafa ekki tortímt þjóðinni með þjónustu sinni við bandaríska hervaldið, sem fyrir þeirra tilstilli hagnýtir ísland sem árásarstöð á aðra og varnarvirki fyrir sjálft sig — þótt það kunni að kosta þjóð vora I ífið. íslensk þjóð sem heild þarf því ekki síður að vera á verði um auðlindir sínar og frelsi gagnvart núverandi ríkisstjórn en alþýða manna og einkum launafólk allt gagnvart illverkum hennar. íslensk alþýða hefur afl og vald, „faglegt" og pólitískt, til að reka af höndum sér þá fruntalegu árás, sem nú er gerð á lífskjör hennar og mannréttindi, ef öll samtök hennar bera gæfu til að standa saman sem einn maður. Það gerði íslensk verkalýðsstétt 1942, er „gerðardómslögin" voru sett, — og hún sigraði og hóf þá lífskjarabyltingu, er útrýmdi fátæktinni á íslandi. Nú erfarið enn svívirðilegar að en 1942, svo íslensk alþýða mun vita hvað við liggur, ef hún ekki sigrar: eignamissir, fátækt, atvinnuleysi. En það þarf alþýðan að gera sér Ijóst að um leið og hún er að verja eigin hagsmuni og mannréttindi — og sigra í þeirri baráttu, — þá er hún líka að verja eign og réttindi þjóðarheildarinnar, því það eru sömu ræningjarnir, sem vilja ræna alþýðuna og þjóðarheildina, og þurfa að tapa á báðum vígstöðvum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.