Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 38
aö þaö vekti áhuga þeirra. Síðustu árin
leiðbeindi Ólafur svo um sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar í Háskóla íslands.
Hér hefur nokkuð verið tínt til en þó
ekki nema brot. Eins og ég gat um fyrr
urðu árin sem hann hafði til fræðistarfa
ekki mörg, en það sem hann afkastaði var
bæði mikið að vöxtum og þar kom margt
nýtt fram úr sögu verkalýðshreyfingarinn-
ar sem skiptir sköpum um viðhorf manna
til veigamestu kaflaskipta í sögu íslenskrar
verkalýðshreyfingar. Þessi rit og greinar
vil ég nefna hér, en listinn er alls ekki
tæmandi:
— Upphaf íslenskrar verkalýðshreyf-
ingar 1887-1901. Pessi bók er meginrit
Ólafs, gefin úr af Menningar- og frœðslu-
sambandi alþýðu í Reykjavík 1970.
— Bernska reykvískrar verkalýðshreyf-
ingar frá 1887-1916. Páttur í Reykjavík í
1100 ár, útgéfandi Sögufélagið og Reykja-
víkurborg 1974.
— Agrip af sögu Félags járniðnaðar-
manna, afmœlisrit 1970.
— Frá landnámi til lúterstrúar, þættir
úr Islandssögu fram til 1550, útgefandi
Heimskringla Reykjavík 1975.
— Gúttóslagurinn 9. nóvember 1932,
ásamt Einari Karli Haraldssyni, gefið út í
Reykjavík 1977.
— Sendiförin og viðrœðurnar 1918.
Sendiför Ólafs Friðrikssonar til Kaup-
mannahafnar og þáttur jafnaðarmanna í
fullveldisviðræðunum. í Sögu, tímariti
Sögufélagsins XVI Reykjavík 1978.
— Fjárhagsaðstoð og stjórnmálaágrein-
ingur. Áhrif erlendrar fjárhagsaðstoðar á
stjórnmálaágreining innan Alþýðuflokks-
ins 1919-1930. í Sögu X'VII Reykjavík
1979.
— Draumsýn Ólafs Friðrikssonar árið
1914. í Söguslóðir, afmælisriti Ólafs Hans-
sonar. Útg. Sögufélagið Reykjavík 1979.
— Pættir úr baráttusögu Sóknar, afmælis-
rit árið 1975.
— íslands arbejderbevægelses historie
1887-1971 í Meddelelser om Forskniong í
Arbejderbevœgelsens Historie Nr. 12 1978,
Kaupmannahöfn 1979.
Hér hefur aðeins það helsta verið talið
og þó áreiðaniega eitthvað sem vantar,
því ekki hefur verið unnt að fara sem
skyldi yfir þau rit sem Ólafur skrifaði helst
í. í þessari upptalningu er þó sleppt öllum
greinum í Rétti og Pjóðviljanum.
Ekki hef ég neina möguleika á því að
meta fræðistörf Ólafs í einstökum atrið-
um. Þó er ljóst að ýmsir þættir þeirra setja
mark sitt á viðhorf þeirra sem skoða sögu
íslenskra sósíalista frá liðnum áratugum.
Árið 1978 var Ólafur í húsi Jóns Sigurðs-
sonar í Kaupmannahöfn. Þar fór hann yfir
mikilvæg gögn úr samskiptum íslenskra
Alþýðuflokksmanna við sósíaldemókrata
á Norðurlöndunum, einkum í Danmörku.
í grein seni Ólafur skrifaði um þetta skeið
kemur fram að Alþýðuflokkurinn fékk
mjög verulega fjárhagsaðstoð frá dönsk-
um sósíaldemókrötum 1928. Augljóst er
af bréfaskriftunum að þessi fjárhagsað-
stoð var ein ástæða þess að kommmúnistar
voru reknirúr Alþýðutlokknum árið 1930.
Þannig urðu útlend áhrif til þess — ekki
í síðasta sinn — að tvístra íslenskum
sósíalistum. Þetta sýndi Ólafur fram á
með skrifum sínum, og þar með var
hrundið villandi kenningum um það að
kommúnistar hefðu í rauninni tekið sig út
úr Alþýðuflokknum af þjónkun við kröfur
Kominterns. Þessi niðurstaða Ólafs mark-
ar því veruleg þáttaskil í rannsóknum á
sögu íslensku verkalýðshreyfingarinnar.
Ólafur starfaði mikið að útgáfu Réttar
ásamt Einari föður sínum. Hann hafði
102