Réttur


Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 39

Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 39
forystu um að gjörbreyta útgáfunni að útliti og uppsetningu 1967 — en áður hafði Réttur verið óbreyttur að uppsetn- ingu og útliti frá upphafi vega! Ólafur skrifaði mikið í Rétt og má segja að greinar hans hafi einkum snúist um tvennt: Annars vegar um sögu hinnar skipulögðu íslensku verkalýðshreyfingar; hins vegar um baráttu hinna fátækustu þjóða við hungur, fátækt og fáfræði. Þetta tvennt einkenndi einmitt helstu áhugasvið Ólafs; þar var um að ræða rótfestu í íslenskri verkalýðshreyfingu með sýn til allra átta hinnar alþjóðlegu baráttu fyrir jafnrétti, lýðræði og sósíalisma. Mörg sumur starfaði Ólafur með mér við Þjóðviljann sem ritstjóri. Hann var laginn verkstjóri, ósérhlífinn blaðamaður og starfsamur með afbrigðum og hafði h'ka glöggt áróðursauga. Það var gott að starfa með Ólafi. Aldrei varð okkur sund- urorða þessi sumur þó vinnudagurinn væri oft langur og menn þreyttir á kvöldin þegar líða tók á vaktina. Það var einkum fáliðað sumarið sjötíu og eitt þegar miklar sviptingar voru á blaðinu. Þá voru þar með mér í forystuhlutverki þeir Ólafur og Magnús Jónsson. Nú eru þeir báðir fallnir svo allt of langt um aldur fram. Frá unglingsárum var Ólafur virkur félagsmaður í stjórnmálasamtökum ís- lenskra sósíalista. Hann átti sæti í stjórn Æskulýðsfylkingarinnar, bæði Reykjavík- urdeildarinnar og sambands ungra sósíal- ista. Hann átti sæti í fyrstu miðstjórn Alþýðubandalagsins eftir endurskipu- lagninguna 1968, en haföi einnig verið kosinn í miðstjórnina sem stýrði stofnun Alþýðubandalagsins sem stjórnmála- flokks. Sú miðstjórn var kosin á fyrsta landsfundi Alþýðubandalagsins 1966. Þar urðu miklar sviptingar — en á yfirborði þess fundar var þó allt mjög slétt og fellt. Ólafur átti sæti í miðstjórnum Aiþýðu- bandalagsins af og til á árabilinu 1968- 1978. Hann var formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins 1972-1974 og sat oft ella í framkvæmdastjórn. Hann var einnig virkur í starfi Alþýðubanda- lagsins á Reykjanesi og var í framboði í því kjördæmi 1974. Ólafur sinnti fræðslu- starfi sérstaklega í flokknum og beitt sér meðal annars fyrir stofnun fræðslumið- stöðvar. Hann var formaður í heimilda- nefnd Alþýðubandalagsins en entist ekki heilsa til þess að sinna því verki eins og hann sjálfur hefði helst kosið. Auk þessara fjölþættu starfa innan flokks- ins, sagnfræðirannsókna og kennslu, seni þegar hefur verið drepið á, sinnti hann trúnaðarstörfum áöðrum vettvangi: Hann var einn af fyrstu forystumönnum Sam- bands íslenskra námsmanna erlendis og varð fulltrúi SÍNE í stjórn Æskulýðssam- bands íslands. Ólafur varð svo formaður ÆSÍ, — fyrstur sósíalista — sem þá þóttu mikil firn og tíðindi. Hann sat fyrir Alþýðubandalagið í útvarpsráði — fyrst sem vara fulltrúi 1972-1975. Þá sem aöal- fulltrúi frá 1975. Hann var formaður 1978-1980 og varaformaður frá 1980 til dauðadags. Hann sat í útvarpslaganefnd og í byggingarnefnd ríkisútvarpsins. Alls staðar þótti Ólafur tillögugóður og raun- sær, sanngjarn og hafði lag á að leita lausnar erfiðra vandamála. Hann var þó fastur fyrir með sín grundvallarsjónarmið, en átti auðvelt með að taka tillit til allra aðstæðna og var vel látinn af samstarfs- mönnum sínum í Ríkisútvarpinu. Ólafur var kosinn í stórn Útgáfufélags Þjóðviljans í fyrra og var hans sérstaklega minnst á fundi Útgáfulélagsins sem hald- inn var nú á dögunum. Hér hefur margt verið rakið, en þó 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.