Réttur


Réttur - 01.04.1983, Side 44

Réttur - 01.04.1983, Side 44
Heimskringla 1975. 9. nóvember 1932, ásamt Einari Karli Haraldssyni ritstjóra, útg. Örn og Örlygur 1977. Á árinu 1978 dvöldust þau hjón í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Þar kynnti hann sér tengsl íslenskrar verka- lýðshreyfingar og þeirrar dönsku. Skrifaði hann greinar um þetta efni í Sögu, tímarit Sögufélagsins 1978 og 1979. Hann skrifaði fleiri greinar í það rit. Þá skrifaði hann í afmœlisrit Ólafs Hanssonar um „Draum- sýn Ólafs Friðrikssonar 1914“, útg. Sögu- félagið 1979. Ágrip afsögu Félags járniðn- aðarmanna, afmælisrit 1970. Pœttir úr baráttusögu Sóknar, afmælisrit 1975. Auk þess skrifaði hann í blöð og tímarit um verkalýðsmál, sögu, málefniþróunarlanda og fjölmiðlun. Margt var hann með í vinnu þegar hann féll frá og hafði verið beðinn um að inna af höndum margvísleg verkefni. Ólafur kenndi á námskeiðum MFA og við Félagsmálaskóla alþýðu frá upphafi. Hann annaðist um þáttagerð í útvarpi um málefni þróunarlanda, róm- önsku Ameríku og fleira. Ólafur var mjög vandvirkur í öllum sínum störfum og óþreytandi við að afla sér sem áreiðanleg- astra heimilda. Haustið 1979 dró skyndilega ský fyrir sólu, Ólafur varð að ganga undir alvarlega skurðaðgerð. Hann fékk heilsu aftur og hóf störf að nýju. Vorið 1981 fórum við hjónin ásamt fjölskyldunni að Þverbrekku 2 til Júgóslavíu okkur til hressingar, ég hafði einnig þurft að ganga undir erfiða aðgerð árið 1979 úti í London. Það var unun að kynnast yfirgripsmikilli þekk- ingu hans á sögu og menningu Balkan- þjóðanna, sem er litrík í gegnum aldirnar. í haust tók meinið sig upp aftur og þrátt fyrir tilraunir okkar færustu sérfræðinga var nú ekki við neitt ráðið þrátt fyrir aðra skurðaðgerð. í allan vetur barðist hann hetjulegri baráttu og aldrei heyrðist hann kvarta. Það er rík ástæða til að þakka af heilum hug læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsliði, deildar A7 á Borgarspítal- anum fyrir þeirra miklu umönnun sem hann naut og þá aðstoð og hluttekningu sem konu hans var auðsýnd. Ég þekki af Iangri reynslu hvursu afbragðs starfsliði sú stofnun hefur á að skipa. Þá er og ástæða til að þakka rektor og samkennur- um hans svo og nemendum fyrir þeirra mikla vinsemdarvott er þeir sýndu hon- um. Þá þakka ég einnig skólastjóra Víði- staðaskóla og samkennurum Jóhönnu og nemendum hennar fyrir alla þá samúð og hjálpsemi sem þeir sýndu henni í hennar erfiðleikum. Það er erfitt að mæta því að hæfileika- menn á besta aldri skuli burtu kallaðir frá mörgum óloknum verkefnum. Mikill harmur er kveðinn að foreldrum Ólafs og systur, en mjög kært var með þeim systkinum, Sólveig veitti mágkonu sinni mikinn stuðning við umönnun bróð- ur síns. Við hjónin og Þórhannes sonur okkar og hans fjölskylda þökkum fyrir þann dásamlega tíma, sem Ólafur var í okkar fjö. kyldu. Mestur er missirinn hjá ekkjunni og sonunum ungu. Fátækleg orð mega sín lítils undir þeim kringumstæðum. Ein er sú huggun harmi gegn, vissan um hugljúfan drengskaparmann lifir. Axel Jónsson. 108

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.