Réttur


Réttur - 01.04.1983, Page 50

Réttur - 01.04.1983, Page 50
„Fá mér tind af Garðarsgrundu guðastól á sjónarhóli! Sjá, ég eygi alla vegu ógnar-Iand, fæ glóð í anda! Vei þér fjöldi viltrar aldar: veldis-orð hér liggur í storðu! Sæk þú hart, en varkár vertu: voðafull eru lönd úr gulli! Fyrir oss sem lesum þetta nærri öld eftir, er sem spámaður sjái hér sýn, er nú hefur rætst. Mestu menn Bandaríkjanna vöruðu þjóð sína við hættunni af auðvaldi því, er einmitt tók völdin í báðum stóru þingflokkunum um þessar mundir (1894). En orð og aðvaranir Abraham Lincolns og Eisenhowers2 og tilraunir Roosevelts til að fá heiðarlegan eftirmann (Wallace) hafa allar einskis mátt sín gagnvart þeirri auðmannamafíu, sem heltekið hefur Bandaríkin. Hér er um að ræða ægilegasta örlagamál, sem upp hefur komið frá því mannkynið fyrir milljónum ára tók að byggja þessa jörð. Því það er sjálf tilvera þess, sem nú er í veði. Orsökin til þess að komið er að þessari örlagastund mannkynsins — þeirri hugs- anlegu tortímingu mannkynsins, er gerst getur í kjarnorkustyrjöld, er hefjist jafn- vel — af slysni — á morgun, — er það ofurvald amerísku auðmannastéttarinnar er virðist ekki ætla að hika við að hleypa slíkri styrjöld af stað, ef hún telur sig hafa nokkra möguleika á að utrýma kommún- ismanum í henni. Þar af leiðir að vald þessarar auðmanna- stéttar verður að hníga og hverfa að lokum, ef líf mannkynsins á að vera öruggt. M.ö. orðum, kapítalisminn verður að deyja, ef mannkynið á að lifa. En þess ber að geta að þetta verður að gerast hægt og hægt og alls ekki með stórstríði, því það myndi einmitt granda því mannkyni sem verið er að reyna að bj arga — á grafarbakkanum að heita má. Af þessu leiðir að menn verða að gera sér ljósa þá tortímingarhættu, er af kapítal- ismanum leiðir á þessu versta, hættuleg- asta og vonandi síðasta skeiði hans. Það er sjálft eðli kapítalismans, er hættan stafar af, hin gengdarlausa græðgi hans í auð og völd. Þessvegna er kapítalisminn nú orðinn það átumein mannkynsins, er aldurtila veldur, ef ekki ræðst við það áður en það er orðið of seint. SKÝRINGAR: 1 Sjá „Rétt“ 1947, bls. 87, — vitnað í grein séra Matthíasar í „Stefni" 1894. 2 Kveðjuorð Eisenhowers sem forseta, þar sem hann varar þjóðina við „hernaðar- og stóriðju- samsteypunni" er tekið hafi völdin („the military- industrial-complex") og oft hefur verið birt orðrétt í þessu tímariti. 114

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.