Réttur


Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 64

Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 64
 Fossamálið „Nefndirnar eru sammála um aö það sé skylda þingsins aö taka fossamálið til rækilegrar íhugunar og gera allt, sem í þess valdi stendur, til þess aö þjóðin veröi tilbúin aö hagnýta fossaflið, þegar fé er fyrir höndum“... „Ef vér höldum ekki sjálfir f tauminn, getur af þvi orðið sá flaumur, er sópar þjóðréttindum vorum og þjóðerni út í Ginn- ungagap erlends auðvalds, þangað sem það á aldrei aftur- kvæmt úr. Við þessu verðum vér fyrst og fremst að sjá. Og ég þykist vita, að sá íslendingur sé ekki til, er vill láta þjóðina selja sálu sína, hversu mikil fríðindi, sem í boði eru.“ Magnús Torfason i rædu 15. sept. 1917 á Alþingi (í „Rétti" 1948, bls. 135) Um erlendu fossafélögin og brall þeirra „Það er því til góðs þjónum þessara félaga, sem eiga hér bæði heil blöð og venslamenn, og nú er að sjá að eigi suma þingmenn líka. Þetta er það, sem orsakar alt hatrið og allar skammirnar, sem dynja á okkur, meirihluta fossa- nefndar í blöðum þessara þjóna erlendra auðkýfinga." Bjarni frá Vogi 18. sept. 1919 á Alþingi (sjá enn- fremur í Rétti 1948, bls. 133-142). „Föðurlandssvik“ „En nú vill háttv. meirihluti fara þessa leið og gefa útlendingum allan þann framtíðargróða, sem vér getum haft af notkun fallvatn- anna. Ég er ekki fyrir að nota stór orð, en get þó ekki látið hjá líða að flytja þessari háttv. deild þá orð- sendingu frá fyrv. forseta efri deild- ar, fyrv. meðnefndarmanni mínum, Guðmundi Björnssyni landlækni, að hann geti ekki skoðað þetta öðruvísi en föðurlandssvik." Jón Þorláksson í n.d. 3. maí 1923. Böl styrjaida „Mesta böl og mesti blettur á siðmenningu nútímans er hinn gíf- urlegi herbúnaður og styrjaldir... Hverjir valda þessum ófögnuði? Ekki fátæklingarnir. Verkamenn í öllum víglöndum styðja friðarhreyf- inguna og standa á móti herbúnaði og styrjöldum. Þeir hafa ekkert að vinna við stríðin, nema að verða fallbyssumatur eða drepa sak- lausa, óþekkta menn. Nei, stríðin og undirbúningur þeirra er fyrir auðmennina, svo að þeir geti grætt sem mest.“ Jónas Jónsson frá Hriflu (í Skinfaxa í mars 1914, í grein, sem ber aðalfyrir- sögn: „Auður og ættjarðar- ást") Boðorð Boðorð Jesú frá Nasaret: „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig.“ „Það sem þú gerir mínum minnsta bróður það gerir þú og mér.“ Jesú sagði við ríka unglinginn: „Ef þú vilt vera algjör, þá far, sel eigur þínar og gef fátækum og muntu þá eiga fjársjóð á himni; og kom síðan og fylg mér.“ En er hinn ungi maður heyrði þau orð, fór hann burt hryggur; þvi hann átti miklar eignir.“ (Matt. 19.22.) Fara ekki ríku þjóðirnar líkt að gagnvart fátæku þjóðunum, sem missa árlega 14 miljónir barna úr skorti? (Réttur) ★ Boðorð kapítalismans: Þú skalt keppast við að græða á náunga þínum, féfletta sem mest- an fjölda, safna um fram allt fé, miklu fé, líka með því að ráðast með styrjöld á máttarminni þjóðir, til þess að ræna þær. Vígbúnaður og styrjaldir hafa reynst auð- mannastéttum öruggasti gróða- vegur. (Og þessar auðmannastétt- ir láta byggja dýrlegar kirkjur, segj- ast vera kristna og bera krossmark fyrir sér!) ★ Takmark sósíalismans: Samhjálp — samvinna — sameign. Sett fram í kvæði Einar Bene- diktssonar „Minni íslands“ 1989 á þennan hátt: „ Því dáð hvers eins eröllumgóö, hans auðna félagsgæfa, og markið eitt hjá manni og þjóð, hvern minsta kraft að æfa. Þann dag sem fólkið finnur það og framans hlýðir kenning, í sögu þess er brotið blað. — Þá byrjar íslands menning." 128
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.