Réttur - 01.04.1984, Page 6
svo kosti almennings sem vildu þeir koma
kjörum hans niður á það stig, er þau voru
fyrir hálfri öld,2 lita á sjálfa sig sem
bandamenn þess innrásarhers sem herset-
ið hefur landið í 43 ár, og sem skósveina
þeirra erlendu auðhringa, sem hyggja nú
gott til glóðarinnar að klófesta dýrmæt-
ustu auðlindir landsins, fossana, svo sem
þeir hafa þegar byrjað á illu heilli.
En Ijóð skáldanna, fyrst og fremst
Huldu og Jóhannesar úr Kötlum, endur-
sþegluðu þá tilfinningu, er gagntók þjóð-
ina 1944, — og þær vonir, er hún gerði sér
um að fá að vera frjáls héðan af eftir sex
alda áþján.
„Svo aldrei framar íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð,“ —
var sterka, hástemmda viðkvæðið, sem
ýmsir síðan hafa helst viljað sleþþa.
Vér íslendingar höfðum tekið konungs-
valdið inn í landið, tæþum 700 árum eftir
að Noregskongur lét myrða Snorra
Sturluson, til þess að ryðja erlendu kon-
ungdæmi yfir ísland braut. Kristján X.
hefði vafalítið fengið að sleþþa úr þýskri
fangavist til að vera frjáls konungur yfir
íslandi, ef hann hefði viljað það, — en
eðlilega kaus hann að standa sem hetja
með sinni þjóð í þrengingum hennar —
og verða þarmeð ófær til að gegna kon-
ungsstarfi á íslandi. — Vér íslendingar
höfðum því konungsvaldið í okkar hönd-
um og beittum því.
Örlög þjóða á úrslitastundum verða
ráðin af framsýni og fyrirhyggju, ekki af
óraunsæi og óskhyggju, — ef vel á að
fara. Og sú hrifning er gagntók þjóð vora
1944 sýndi að rétt var ráðið og hjálpaði
oss einnig til þess í krafti ástar á sjálfstæði
að hafna drottnunarkröfu bandarísks
auðdrottnavalds ári síðar, er Ólafur
Thors lýsti með þessum orðum 20 sept.
1946:
„Hinsvegar töldu íslendingar að
réttur til herstöðva á íslandi erlendu
ríki til handa væri ekki samrýmanlegur
sjálfstæði íslands og fullveldi...
í fyrra báðu Bandaríkin okkur um
Hvalfjörð, Skerjafjörð og Keflavík.
Þau fóru fram á langan leigumála,
kannski 100 ár, vegna þess að þau ætl-
uðu að leggja í mikinn kostnað. Þarna
áttu að vera voldugar herstöðvar. Við
áttum þarna engu að ráða. Við áttum
ekki svo mikið sem að fá vitneskju um
hvað þar gerðist. Þannig báðu Banda-
ríkin þá um land af okkar landi til þess
að gera það að landi af sínu landi. Og
margir óttuðust að síðan ætti að
stjórna okkar gamla landi frá þeirra
nýja landi. Gegn þessu reis íslenska
þjóðin.“
Þjóðfrelsisaldan reis nógu hátt 1944 og
1945 til þess að hægt var að skapa sjálf-
stætt lýðveldi á íslandi og hindra afsal ís-
lands í hendur voldugasta og valdagráð-
ugasta herríkis heims sem herstöð til 99
ára.
Síðan hefur nýja þjóðfrelsisbaráttan
staðið í 40 ár. Voldugir og ríkir höfðingj-
ar í landi voru vilja sem forðum fela úr-
hraki annara þjóða: herdrottnum og auð-
kýfingum tökin á þjóð vorri, valdið yfir
landi voru, gróðann af auðlindum
íslands. Þeir vinna jafnvel markvisst að
því að gera íslendinga að skuldaþrælum
erlendra auðdrottna.
Það liggur meira við nú en nokkru sinni
fyrr í sjálfstæðisbaráttu vorri að einmitt
alþýðan standi á verði, því það er ekki
aðeins um frelsið og lífskjörin að berjast,
heldur um líf þjóðarinnar sjálft. í augum
hina erlendu valdhafa er þjóð vor aðeins
fórnarlamb, sem leiða skal til slátrunar í
þeim hildarleik, sem þeir búa sig til að
70