Réttur


Réttur - 01.04.1984, Qupperneq 22

Réttur - 01.04.1984, Qupperneq 22
Brjálsemi ofstækisins á 20. öld Svo er sagt að Marteinn Lúther hafi eitt sinn er hann sat að skriftum í skrif- stofu sinni allt í einu orðið þess var að í einu horni herbergisins var Kölski kom- inn og lét þar öllum illum látum. Lúther var ekki seinn á sér, þreif blekbyttu sína og tvíhenti henni í Kölska, er hvarf á brott með sama en blekblettur mikill varð á gólfinu — og er þar enn, endurnýjaður ár frá ári, svo menn sjái hvernig Lúther sigraöi Satan. Það hefur því verið líkt á komið með þeim Lúther og Sæmundi fróða í viður- eign þeirra við Satan sjálfan. Ánnar notaði blekbyttuna sem vopn og dugði vel, en hinn sneri á Satan, er hann blekkti hann til að bregða sér í selslíki og synda með sig til Islands, en keyrði svo biblíuna í haus honum, er synt var orðið til ís- lands-stranda, og sökkti þannig Satan sjálfum í hafsins djúp. Þeir kunnu auðsjáanlega tökin á Satan sínum fornir miðaldaklerkar, beittu bleki og bíblíu svo dugði, — þótt valdaaðiljar beittu oft ægilegri vopnum því miður. En það er öllu alvarlegra með þá ver- aldlegu þjóðardrottna 20. aldar, er sjá Satan ljóslifandi að illu verki og hyggjast ganga svo frá honum að hann megi sig aldrei aftur hræra. Tökum tvo þeirra: Komeini, trúarleið- toga og einvaldsdrottnara í íran og Ron- ald Reagan, forseta voldugasta herríkis heims, búnu atómsprengjum, eiturgasi og öðrum banvænum vopnum, nægum til að útrýma öllu mannkyni. Komeini sér, — að sögn fornvinar hans Ajatollah Tehrani — Satan ljóslifandi og drottnandi á þrem stöðum, tvo stóra og mikla í Washington og Moskvu og einn lítinn í París. En þar sem hann treystir sér ekki til að leggja í þá með kórani og kan- ónum, lætur hann sér nægja að níðast á þeim, sem hann álítur vini einhvers þeirra. Þannig lét hann í maí 1983 ráðast á Kommúnistaflokk írans, Tudeh- flokkinn, er var eitt aflið, er steypti keis- arastjórninni, banna hann og ofsækja, meir en þúsund flokksmenn voru fangels- aðir, pyntaðir og þorri þeirra síðan tekinn af lífi. Samtímis sendir hann þúsundir drengja og ungra pilta út á vígvöllinn gegn írak, tryllta af trúarofsa og fyrirheitum um Paradísarvist eftir dauðann, með lérefts- bandi um hjálmana áletruðu orðum úr kóraninum. Óhugnanlegt blóði drifið trúarofstæki á 20. öld. 86

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.