Réttur


Réttur - 01.04.1984, Síða 23

Réttur - 01.04.1984, Síða 23
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti þjá- >st ekki af neinum trúarefasemdum líkt °g Komeini, hvor Sataninn sé verstur. Hann hefur hina einu sönnu Hitlers-trú auðvaldsins: kommúnismanum skuli utrýmt, en höfundur hans Satan hafi mið- stöð í Moskvu. Reagan undirbýr því heimsstríð í þessu skyni, svo sem hann Sagði frá í fyrra, en gætir þess vel að tala um frið í ár, því hann þarf að ná kosn- lngu, til að framkvæma áform sín, — og •nargir íbúar Bandaríkjanna eru orðnir smeykir við heimsstríð. En ef Reagan nær kjöri, — sem víg- búnaðarvaldið ameríska ætlar sér að tryggja, — þá hefur þegar heyrst á einum erindreka hans, að eftir kosningar skuli hyrjað með að þurrka út Nicaragua. Randaríska risanum stafi hætta af þeim htla dverg: Kommúnisminn geti útbreiðst 1 Ameríku, ef þetta smáríki fái að vera í friði. Það eru 30 ár síðan auðvald Bandaríkj- anna lét leigumorðingjaher þurrka út lýð- ræðið i Guatemala, af því lýðræðisstjórn- ,n þar hóf aðgerðir til að bæta kjör bænda °g alþýðu almennt, en dró úr ofurvaldi bandaríska ávaxtahringsins United Eruit’, Jakobína Sigurðardóttir skáldkonan mikla í Garði orti þá hið eldheita kvæði S|tt: „Brást þér værð?“ kvæði svo þrungið f°rdæmingu á níðingsverkinu, að við fengum leyfi til að birta það á ný, ef verða mætti að það gæti eggjað menn til að standa á verði gegn nýjum níðingsverkum Bandaríkjaauðvaldsins. Frá Reagan og hyski hans, „hernaðar- °g stóriðjusamsteypunni“ bandarísku stafar nú hættan á öllu hugsanlegu allt trá: múgmorðum víða í Ameríku til að brjóta á bak aftur viðleitni hungraðs fólks Ásmundur Sveinsson: Sæmundur á selnum (yt ! til að bæta kjör sín — og til atómstríðs, er þurrkað gæti út heimsbyggðina. íslendingar! Land vort er í æ ríkara mæli gert að víghreiðri þessa hálfbrjálaða árásarvalds. Er ekki mál að linni? SKÝRING: 1 Sjá grein Ásgríms Albertssonar í Rétti 1954: „Guatemala og ísland", bls. 3-11, — og hina stórmerku bók eftir Juan José Arévalo, forseta í Guatcmala, „Hákarlinn og sardínurnar". er Mál og menning gaf út í fslenskri þýðingu Hann- esar Sigfússonar 1962. 87

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.