Réttur


Réttur - 01.04.1984, Side 47

Réttur - 01.04.1984, Side 47
INNLEND ■ VÍÐSJÁ ■Is ■ BSRB og fjöldi verkalýðsfélaaga býst til baráttu 23. júlí samþykkti stjórn og samninga- nefnd BSRB einróma með 70 atkvæðum að segja upp samningum. Krefst BSRB 30% kauphækkunar. Er mikill einhugur í 18-19000 manna félögum BSRB að ná aftur því, sem rænt var með kaupráns- lögunum og gerði laun félagsmanna að hungurlaunum. En það ættu þær tæpar 20 þúsundir, sem BSRB skipa, að íhuga, jafnhliða faglegu baráttunni, að það sem þarf að gera til þess að hindra svona kauprán framvegis, er að fella kaupránsflokkana frá meiri- hluta á Alþingi. Hver sá sem kýs íhald eða Framsókn er að kjósa yfir sig kaup- rán á ný. — Mál er að slíku Iinni og launafólk sameinist um þá flokka, er það getur treyst til að standa með sér. Það þurfa 50.000 meðlimir A.S.Í. að íhuga líka. „Dagsbrún“ og flest stærstu félög Verkamannasambandsins hafa þegar sagt upp samningum og stefnir allt í alvarleg átök, ef ríkisstjórnin heldur fast við ráns- skap sinn. AIIs hafa 120 verkalýðsfélög sagt upp samningum. Stöðvast útgerðin? Ríkisstjórnin þykist ekkert geta gert til þess að hindra stöðvun útgerðarinnar, nema leggja meiri skatta á almenning: m.ö. orðum: ræna launafólkið með þyngri sköttum, meðan braskaralýðurinn svíkur sig undan sköttunum með aðstoð ríkisstjórnarinnar. Það sem þarf að gera er að létta öllu braskarabákninu af útgerðinni, iðnaðin- um og öðrum undirstöðuatvinnugreinum. Olíusala og öll önnur slík útgjöld undir- stöðuatvinnulífsins verða að gerast þjón- ustustarf við undirstöðuatvinnuvegina, en ekki hinn gífurlegi gróðavegur, sem nú er. Svo ekki sé talað um að láta óþörfustu fyrirtækin safna gróða, er nemur hundr- uðum milljóna, meðan níðst er á almenn- ingi og atvinnulífið hálf kyrkt. Það þarf gerbreytingu í öllum þjóðfélagsrekstrín- um til þess að þessi gerbreyting komist á. Þjóðfélagið verður einfaldlega ekki rekið, ef gróðahugsunarhátturinn er lát- inn drottna. Hinar forríku afætur myndu brátt drepast, ef undirstöðuatvinnuveg- irnir eru drepnir með vitlausri pólitík. Og það er mál að sú nauðsynlega breyting verði: Gróða- og braskstefnan víki fyrir þjóðarþörfinni. 111

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.