Réttur


Réttur - 01.08.1986, Side 6

Réttur - 01.08.1986, Side 6
eystra væri fallinn. En þá eins og alltaf fyrr og síðar ákváðu Norðfirðingar að leiðrétta fréttaskeytin og sigur vannst á einu atkvæði. Núna var munurinn ekki svo lítill; síðasti maður inn í bæjarstjórn var Framsóknarmaður að mig minnir, en 5ti maður Alþýðubandalagsins var 6ti maður í bæjarstjórn. Félagar. Til hamingju með stórkostleg- an kosningasigur — þó litlu munaði. En það var aðvörun handa okkur öllum sem birtist á skjánum um nóttina. Anægjuleg tíðindi Neskaupstaður í höfn, en fleiri ánægju- leg tíðindi kosninganæturinnar ætla ég að nefna hér í þessari samantekt: Á 11 stöð- um bætti Alþýðubandalagið við sig meira en 4%-stigum atkvæða, eða sem hér segir: Bolungarvík 18,1% aukning, Seltjarn- arnes 8,4% aukning, Dalvík 7,5% aukn- ing, Vopnafjörður 6,7% aukning, Akur- eyri 6,7% aukning, Vestmannaeyjar 6,5% aukning, Stokkseyri 5,3% aukning, Grindavík 4,7% aukning, Kópavogur 4,6% aukning, Hellisandur 4,3% aukning og Selfoss 4,0% aukning. Fjöldi nýrra bæjarfulltrúa Á fjölda staða bætti Alþýðubandalagið við sig bæjarfulltrúum af G-listum eða listum með beinni aðild Alþýðubanda- lagsins: Reykjaneskjördæmi í Kópavogi bættist við nýr bæjarfull- trúi, sá þriðji og Kristján Sveinbjörnsson, 4. maður G-listans í Kópavogi, var næsti maður inn í bæjarstjórnina. Bæjarfull- trúar Alþýðubandalagsins í Kópavogi eru Heimir Pálsson, Heiðrún Sverrisdóttir og Valþór Hlöðversson, þeir Heimir og Val- þór nýir í bæjarstjórn Kópavogs, en Heiðrún hefur setið þar eitt kjörtímabil áður. Á Seltjarnarnesi bætti Alþýðubanda- lagið verulega við sig eða 8,4%-stigum, það var nærri helmingshækkun á hlutfalli frá síðustu kosningum og einum bæjar- fulltrúa. Þar sitja nú í bæjarstjórn fyrir Alþýðubandalagið Guðrún Porbergsdótt- ir og Svava Stefánsdóttir. í Garðabæ bætti G-listinn við sig 2%- stigum og heldur sínum manni örugglega. Það er Hilmar Ingólfsson sem lengi hefur staðið í stríðinu við íhaldið í Garðabæ. Listinn þar fékk nú yfir 17% atkvæða. Frátt fyrir mikinn fjölda framboðslista, kvennalista og krataflóð hélt Alþýðu- bandalagið sínum hlut í Hafnarfirði. Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins þar er Magnús Jón Árnason, en hann hefur ekki verið inni í bæjarstjórn áður sem aðal- maður. í Grindavík bætti Alþýðubandalagið við sig 4,7% atkvæða og tryggði örugg- lega bæjarfulltrúa, Kjartan Kristófersson, en Alþýðubandalagið átti engan mann í bæjarstjórn Grindavíkur á síðasta kjör- tímabili. Ekki vantaði Sólveigu Þórðardóttur og Alþýðubandalagið í Njarðvíkum nema 10 atkvæði til þess að ná manni í bæjar- stjórnina en G-listinn átti ekki mann í bæjarstjórninni á síðasta kjörtímabili. Seinni maður Framsóknar í Keflavík skreið inn á 338 atkvæðum, en G-listinn í Keflavík hafði hins vegar 309 atkvæði. Mismunurinn er aðeins 29 atkvæði og það var sárt að sjá á eftir okkar manni út af skermi sjónvarpsins um nóttina eftir kosningarnar. En félagarnir syðra eru þegar farnir að undirbúa næstu lotu og margur Keflvíkingurinn hefur — eftir 118

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.