Réttur


Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 6

Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 6
eystra væri fallinn. En þá eins og alltaf fyrr og síðar ákváðu Norðfirðingar að leiðrétta fréttaskeytin og sigur vannst á einu atkvæði. Núna var munurinn ekki svo lítill; síðasti maður inn í bæjarstjórn var Framsóknarmaður að mig minnir, en 5ti maður Alþýðubandalagsins var 6ti maður í bæjarstjórn. Félagar. Til hamingju með stórkostleg- an kosningasigur — þó litlu munaði. En það var aðvörun handa okkur öllum sem birtist á skjánum um nóttina. Anægjuleg tíðindi Neskaupstaður í höfn, en fleiri ánægju- leg tíðindi kosninganæturinnar ætla ég að nefna hér í þessari samantekt: Á 11 stöð- um bætti Alþýðubandalagið við sig meira en 4%-stigum atkvæða, eða sem hér segir: Bolungarvík 18,1% aukning, Seltjarn- arnes 8,4% aukning, Dalvík 7,5% aukn- ing, Vopnafjörður 6,7% aukning, Akur- eyri 6,7% aukning, Vestmannaeyjar 6,5% aukning, Stokkseyri 5,3% aukning, Grindavík 4,7% aukning, Kópavogur 4,6% aukning, Hellisandur 4,3% aukning og Selfoss 4,0% aukning. Fjöldi nýrra bæjarfulltrúa Á fjölda staða bætti Alþýðubandalagið við sig bæjarfulltrúum af G-listum eða listum með beinni aðild Alþýðubanda- lagsins: Reykjaneskjördæmi í Kópavogi bættist við nýr bæjarfull- trúi, sá þriðji og Kristján Sveinbjörnsson, 4. maður G-listans í Kópavogi, var næsti maður inn í bæjarstjórnina. Bæjarfull- trúar Alþýðubandalagsins í Kópavogi eru Heimir Pálsson, Heiðrún Sverrisdóttir og Valþór Hlöðversson, þeir Heimir og Val- þór nýir í bæjarstjórn Kópavogs, en Heiðrún hefur setið þar eitt kjörtímabil áður. Á Seltjarnarnesi bætti Alþýðubanda- lagið verulega við sig eða 8,4%-stigum, það var nærri helmingshækkun á hlutfalli frá síðustu kosningum og einum bæjar- fulltrúa. Þar sitja nú í bæjarstjórn fyrir Alþýðubandalagið Guðrún Porbergsdótt- ir og Svava Stefánsdóttir. í Garðabæ bætti G-listinn við sig 2%- stigum og heldur sínum manni örugglega. Það er Hilmar Ingólfsson sem lengi hefur staðið í stríðinu við íhaldið í Garðabæ. Listinn þar fékk nú yfir 17% atkvæða. Frátt fyrir mikinn fjölda framboðslista, kvennalista og krataflóð hélt Alþýðu- bandalagið sínum hlut í Hafnarfirði. Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins þar er Magnús Jón Árnason, en hann hefur ekki verið inni í bæjarstjórn áður sem aðal- maður. í Grindavík bætti Alþýðubandalagið við sig 4,7% atkvæða og tryggði örugg- lega bæjarfulltrúa, Kjartan Kristófersson, en Alþýðubandalagið átti engan mann í bæjarstjórn Grindavíkur á síðasta kjör- tímabili. Ekki vantaði Sólveigu Þórðardóttur og Alþýðubandalagið í Njarðvíkum nema 10 atkvæði til þess að ná manni í bæjar- stjórnina en G-listinn átti ekki mann í bæjarstjórninni á síðasta kjörtímabili. Seinni maður Framsóknar í Keflavík skreið inn á 338 atkvæðum, en G-listinn í Keflavík hafði hins vegar 309 atkvæði. Mismunurinn er aðeins 29 atkvæði og það var sárt að sjá á eftir okkar manni út af skermi sjónvarpsins um nóttina eftir kosningarnar. En félagarnir syðra eru þegar farnir að undirbúa næstu lotu og margur Keflvíkingurinn hefur — eftir 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.