Réttur


Réttur - 01.08.1986, Side 37

Réttur - 01.08.1986, Side 37
 Aldarminning Chicago-morðin 1886 Bandaríska auðvaldið byrjaði snemma að beita ofbeldi og morðum gegn þeim verkamönnum, er börðust fyrir frelsi sínu og síðan gegn þjóð- um þeim, er frelsisbaráttu hófu. A síðari hiuta 19. aldar tóku verkamenn í Bandaríkjunum að mynda samtök, mismunandi róttæk, og 1886 var 1. maí gerður að baráttudegi fyr- ir 8 tíma vinnudegi. í verksmiðjum McCormack Har- vester í Chicago var verkfall sem víð- ar og voru þá 6 verkfallsmenn drepnir af lögreglunni. Síðan boðaði róttækt verkalýðssamband til mótmælafundar á Heymarket — torgi í Chicago. Brutust þar út bardagar milli verka- manna og lögreglu, er lauk með því að 7 lögreglumenn og 4 verkamenn féllu, en margir særðust. Síðan voru hafin ofsóknar-„réttar- höld“ gegn forustumönnum verka- manna. Fjórir af foringjum verka- manna, þeir Spiés, Parsons, Fischer og Engel voru dæmdir til dauða sak- lausir og hengdir 11. nóv. 1887, og brugðust sem hetjur við fórnardauða sínum.1 Þrír voru dæmdir til langrar fangelsisvistar. En sex árum síðar náðaði John Altgeld, æðsti embættis- maður Illinois-ríkis (,,governor“) þá og lýsti yfir sakleysi hinna myrtu.2 1. maí var gerður að alþjóðabaráttu- degi verkalýðs 1889. Blóðfórnin var ekki til einskis. En auðvald Bandaríkjanna hefur síðan í heila öld aukið dómsmorð og margfaldað hryðjuverk sín. SKÝRINGAR: 1 Sjá Détt“ 1971, „Dómsmorö amcrtskrar aldar. -Is. 194-205. 2 Um þessa atburði reit bandaríski rithöf- undurinn Howard Fast sögu sína „The American". 149

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.