Réttur


Réttur - 01.08.1986, Síða 41

Réttur - 01.08.1986, Síða 41
Margrétar Thatcher, forsætisráðherra Breta. íbúar fátækrahverfanna, ekki síst aldr- aðir, búa við stöðugan ótta vegna ofbeld- isglæpa og innbrota, sem eru hlutfallslega algengust í fátækrahverfum stórborg- anna. Stóraukin glæpatíðni í þessum hverfum á undanförnum árum hefur gert það að verkum að tryggingarfélög hafa hækkað iðgjöld svo verulega að atvinnu- leysingar og aldraðir eiga í gífurlegum erfiðleikum með að tryggja eigur sínar í þessum hverfum. Glæpir hafa aukist stöð- ugt á síðustu árum. Síðan Thatcher tók við völdum fyrir sjö árum hefur glæpa- tíðnin aukist um 40%, þar af hefur of- beldisglæpum fjölgað um 20%. Aukning ofbeldisglæpa, innbrota, eitur- lyfjaneyslu, hjónaskilnaða, húsnæðisöng- þveiti (yfir fjórðungur milljónar eru á götunni), aukið atvinnuleysi, sem nú nálgast 14%, aukin stéttaskipting, síauk- ið bil milli atvinnulausra og þeirra sem hafa atvinnu, aukið bil milli þeirra sem búa á stórhöfuðborgarsvæðinu í suðri og þeirra sem búa utan þess, aukið bil milli kynþátta og kynjanna — allt eru þetta hornsteinar þess ömurlega minnisvarða sem öfgastefna nýfrjálshyggju Margrétar Thatcher hefur reist sér á undanförnum sjö árum. Þessi félagslegu vandamál eru sá þáttur sem skýrast grefur undan fylgi stjórnarinnar og mun vafalaust koma til valda nýrri stjórn Verkamannaflokksins á næsta ári. Fylgi íhaldsflokksins hrynur Samkvæmt Gallup-könnun í maí s.l. hefur fylgi íhaldsflokksins hrunið úr 44% 1983 í 27,5% nú. Á sama tíma hefur fylgi Verkamannaflokksins aukist úr 28% 1983 í 37% og fylgi kosningabandalags Frjáls- hyggjuflokksins og Sósíaldemókrata- flokksins aukist um 6,5% á þessu tímabili og er nú 32,5%. Próun fylgis flokkanna sést skýrt á línurítinu hér að neðan, sem sýnir niðurstöður mánaðarlegra Gallup- kannana. Heimild: The Daily Telegraph 17. apríl 1986. 153

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.