Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 41

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 41
Margrétar Thatcher, forsætisráðherra Breta. íbúar fátækrahverfanna, ekki síst aldr- aðir, búa við stöðugan ótta vegna ofbeld- isglæpa og innbrota, sem eru hlutfallslega algengust í fátækrahverfum stórborg- anna. Stóraukin glæpatíðni í þessum hverfum á undanförnum árum hefur gert það að verkum að tryggingarfélög hafa hækkað iðgjöld svo verulega að atvinnu- leysingar og aldraðir eiga í gífurlegum erfiðleikum með að tryggja eigur sínar í þessum hverfum. Glæpir hafa aukist stöð- ugt á síðustu árum. Síðan Thatcher tók við völdum fyrir sjö árum hefur glæpa- tíðnin aukist um 40%, þar af hefur of- beldisglæpum fjölgað um 20%. Aukning ofbeldisglæpa, innbrota, eitur- lyfjaneyslu, hjónaskilnaða, húsnæðisöng- þveiti (yfir fjórðungur milljónar eru á götunni), aukið atvinnuleysi, sem nú nálgast 14%, aukin stéttaskipting, síauk- ið bil milli atvinnulausra og þeirra sem hafa atvinnu, aukið bil milli þeirra sem búa á stórhöfuðborgarsvæðinu í suðri og þeirra sem búa utan þess, aukið bil milli kynþátta og kynjanna — allt eru þetta hornsteinar þess ömurlega minnisvarða sem öfgastefna nýfrjálshyggju Margrétar Thatcher hefur reist sér á undanförnum sjö árum. Þessi félagslegu vandamál eru sá þáttur sem skýrast grefur undan fylgi stjórnarinnar og mun vafalaust koma til valda nýrri stjórn Verkamannaflokksins á næsta ári. Fylgi íhaldsflokksins hrynur Samkvæmt Gallup-könnun í maí s.l. hefur fylgi íhaldsflokksins hrunið úr 44% 1983 í 27,5% nú. Á sama tíma hefur fylgi Verkamannaflokksins aukist úr 28% 1983 í 37% og fylgi kosningabandalags Frjáls- hyggjuflokksins og Sósíaldemókrata- flokksins aukist um 6,5% á þessu tímabili og er nú 32,5%. Próun fylgis flokkanna sést skýrt á línurítinu hér að neðan, sem sýnir niðurstöður mánaðarlegra Gallup- kannana. Heimild: The Daily Telegraph 17. apríl 1986. 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.