Réttur


Réttur - 01.08.1987, Side 54

Réttur - 01.08.1987, Side 54
Þegar stela átti stóreignum þjóðarinnar forðum Nú er í undirbúningi og að nokkru framkvæmt af vissum voldugum aðilum að stela ríkustu sameignum þjóðarinnar — eða bæjarfélaga og ná undir „hlutafé- lög“. Það er gott þegar slík glæpaverk, innbrot stórþjófa í þjóðarbúið, til að stela milljarða verðmætum úr sameign þjóðarinnar, að hafa í huga hvernig slíkt rán var reynt forðum og hvernig fór. Marshallfé og „einkaframtak“ Þegar Bandaríkin gáfu hingað Mars- hallfé fyrir 40 árum og létu stofna hér „Framkvæmdabankann“ og setja þar bankastjóra, er þau höfðu velþóknun á, þá ætluðust þau til að hér yrði komið upp miklum „einkafyrirtækjum“ í eigu manna, sem reynast myndu tryggir þjón- ar amerískra hagsmuna og bandarískrar yfirdrottnunar á íslandi. En bandarískum drottnurum varð ekki kápan úr því klæðinu. Menn eins og Ólaf- ur Thors stóðu á móti. Þegar frumvörpin um Sementsverksmiðju og Áburðarverk- smiöju voru lögð fyrir Alþingi var í þeim ákveðiö að fyrirtæki þessi skyldu vera ríkiseign eða sjálfseignarstofnun eins og það heitir á lagamáli. Og þannig voru lög- in um Sementsverksmiöju samþykkt, svo og lögin um Áburðarverksmiðju í neðri deild. En er það frumvarp kom til efri deildar, tókst einum erindreka amerískra hagsmuna, „Coca-cola“ manni, að fá bætt nýrri grein, 13. grein, aftan viö frumvarp- ið, þar sem ákveðið var að verksmiðjan skyldi „rekin“ af hlutafélagi, er hafa skyldi 10 — tíu milljón króna hlutafé. Átti ríkið að eiga 6 milljónir króna í hlutafé, en einstaklingum boðið aö kaupa hlutafé fyrir 4 milljónir. Sósíalistar andmæltu þessari lagagrein strax, en hún var samt samþykkt í báðum deildum. Klaufaskapur ræningjanna Þeir, sem breytingartillöguna fluttu og samþykktu héldu að þeir væru að gera Áburðarverksmiðjuna sjálfa að hlutafé- lagi og ná henni þannig úr sameign þjóð- arinnar í hendur einstakra braskara — a.m.k. með tímanum. Ég benti hinsvegar á það í umræðunum um málið að samkvæmt 3. gr. laganna væri Áburðarverksmiðjan sjálfseignar- stofnun en 13. gr. þýddi aðeins að hún skyldi rekin sem hlutafélag, svo sem tíðk- ast með ýmsar stórar eignir, svo sem t.d. Völund. Forsvarsmenn breytingartillög- unnar reyndu að bera á móti og álitu að eignabreyting hefði orðið á verksmiðj- unni. En það þýddi ekkcrt fyrir þá, þeim höfðu orðiö á mistök við að reyna að stela þessari ríkiseign. 166

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.