Réttur


Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 54

Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 54
Þegar stela átti stóreignum þjóðarinnar forðum Nú er í undirbúningi og að nokkru framkvæmt af vissum voldugum aðilum að stela ríkustu sameignum þjóðarinnar — eða bæjarfélaga og ná undir „hlutafé- lög“. Það er gott þegar slík glæpaverk, innbrot stórþjófa í þjóðarbúið, til að stela milljarða verðmætum úr sameign þjóðarinnar, að hafa í huga hvernig slíkt rán var reynt forðum og hvernig fór. Marshallfé og „einkaframtak“ Þegar Bandaríkin gáfu hingað Mars- hallfé fyrir 40 árum og létu stofna hér „Framkvæmdabankann“ og setja þar bankastjóra, er þau höfðu velþóknun á, þá ætluðust þau til að hér yrði komið upp miklum „einkafyrirtækjum“ í eigu manna, sem reynast myndu tryggir þjón- ar amerískra hagsmuna og bandarískrar yfirdrottnunar á íslandi. En bandarískum drottnurum varð ekki kápan úr því klæðinu. Menn eins og Ólaf- ur Thors stóðu á móti. Þegar frumvörpin um Sementsverksmiðju og Áburðarverk- smiöju voru lögð fyrir Alþingi var í þeim ákveðiö að fyrirtæki þessi skyldu vera ríkiseign eða sjálfseignarstofnun eins og það heitir á lagamáli. Og þannig voru lög- in um Sementsverksmiöju samþykkt, svo og lögin um Áburðarverksmiðju í neðri deild. En er það frumvarp kom til efri deildar, tókst einum erindreka amerískra hagsmuna, „Coca-cola“ manni, að fá bætt nýrri grein, 13. grein, aftan viö frumvarp- ið, þar sem ákveðið var að verksmiðjan skyldi „rekin“ af hlutafélagi, er hafa skyldi 10 — tíu milljón króna hlutafé. Átti ríkið að eiga 6 milljónir króna í hlutafé, en einstaklingum boðið aö kaupa hlutafé fyrir 4 milljónir. Sósíalistar andmæltu þessari lagagrein strax, en hún var samt samþykkt í báðum deildum. Klaufaskapur ræningjanna Þeir, sem breytingartillöguna fluttu og samþykktu héldu að þeir væru að gera Áburðarverksmiðjuna sjálfa að hlutafé- lagi og ná henni þannig úr sameign þjóð- arinnar í hendur einstakra braskara — a.m.k. með tímanum. Ég benti hinsvegar á það í umræðunum um málið að samkvæmt 3. gr. laganna væri Áburðarverksmiðjan sjálfseignar- stofnun en 13. gr. þýddi aðeins að hún skyldi rekin sem hlutafélag, svo sem tíðk- ast með ýmsar stórar eignir, svo sem t.d. Völund. Forsvarsmenn breytingartillög- unnar reyndu að bera á móti og álitu að eignabreyting hefði orðið á verksmiðj- unni. En það þýddi ekkcrt fyrir þá, þeim höfðu orðiö á mistök við að reyna að stela þessari ríkiseign. 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.