Réttur


Réttur - 01.08.1987, Page 63

Réttur - 01.08.1987, Page 63
MAGNÚS KJARTANSSON: Che Guevara í Rómönsku Aineríku lifa frásagnir og minningar um hetjur og píslarvotta, um byltingarleiðtoga, sem risu gegn ofurefl- inu og féllu í baráttu sinni fyrir fegurra og réttlátara mannífi. í þennan fjölmenna hóp hefur nú beitzt nýtt nafn, ef til vill stærst þeirra allra, Ernesto Che Guevara. Raunar verður minningin um Guevara engin séreign rómönskra Ameríkuþjóða; saga hans er nátengd þeirri baráttu sem skipta mun sköpum á næstu áratugum, baráttu snauðra og fátækra þjóða í Amer- íku, Afríku og Asíu fyrir jafnrétti og frelsi. Ernesto Che Guevara var ekki fulltrúi þeirrar vonlausu hetjubaráttu sem löng- um hefur verið háð í Rómönsku Amer- íku. Hann náði því marki að breyta von- unum úr fjarlægum draumum í nærtæk viðfangsefni. Hann var einn af tólfmenn- ingunum sem lágu í felum á Pico Turq- uino, hæsta tindi Kúbu, í ársbyrjun 1957, í ríki Batista einræðisherra sem hafði yfir að ráða 50.000 manna her, búnum full- komnustu morðtækjum bandarískra her- gagnaverksmiðja. Tveimur árum síðar voru þeir samherjarnir, Ernesto Che Guevara, Fidel Castro og félagar þeirra, orðnir ráðamenn Kúbu; þeir höfðu hrundið voldugum einræðisherra úr sessi og boðið mesta herveldi heims byrginn með fullum árangri. Ernesto Che Gue- vara biðu þar mikil verkefni, hann varð þjóðbankastjóri og síðar iðnaðarmála- ráðherra; raunar var hann árum saman hinn eiginlegi forsætisráðherra Kúbu, sá sem öðrum fremur skipulagði endurreisn- arstarfið. En Ernesto Che Guevara taldi öll rómönsk Ameríkuríki föðurland sitt; hann var Argentínumaður að uppruna; hann hafði tekið þátt í baráttu Guatemala gegn bandarísku valdaráni; hann hafði ferðazt um flest lönd rómönsku Ameríku og þekkti öðrum betur kjör þeirra 200 milljóna manna sem þar búa. Hann taldi byltinguna á Kúbu aðeins áfanga annarr- ar og stærrri byltingar. Hann vann í sí- fellu að þeirri frelsisbaráttu, samdi bók um skæruhernaðinn á Kúbu og lagði á ráðin um það hvernig unnt væri að betia hliðstæðum aðferðum í öðrum ríkjum Ameríku. En hann lét sér ekki nægja að leggja á ráðin. Snemma árs 1965 hvarf hann frá völdum sínum og metorðum og tók upp baráttu með skæruliðum í Andesfjöllum, við hlið „hinna arðrændu og fyrirlitnu þegna Rómönsku Ameríku." Eflaust hrósa bandarískir valdamenn og erindrekar þeirra sigri þegar Che er fallinn. En slíkur maður verður ekki felldur; minning hans og fordæmið blikna ekki. Hann sannaði með lífi sínu að hinir vopnlausu og snauðu geta sigrað ofurefl- ið; hann dó til þess að leggja áherzlu á þau brýnu sannindi að þeir sem sigra mega ekki gleyma félögum sínum. 175

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.