Réttur


Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 63

Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 63
MAGNÚS KJARTANSSON: Che Guevara í Rómönsku Aineríku lifa frásagnir og minningar um hetjur og píslarvotta, um byltingarleiðtoga, sem risu gegn ofurefl- inu og féllu í baráttu sinni fyrir fegurra og réttlátara mannífi. í þennan fjölmenna hóp hefur nú beitzt nýtt nafn, ef til vill stærst þeirra allra, Ernesto Che Guevara. Raunar verður minningin um Guevara engin séreign rómönskra Ameríkuþjóða; saga hans er nátengd þeirri baráttu sem skipta mun sköpum á næstu áratugum, baráttu snauðra og fátækra þjóða í Amer- íku, Afríku og Asíu fyrir jafnrétti og frelsi. Ernesto Che Guevara var ekki fulltrúi þeirrar vonlausu hetjubaráttu sem löng- um hefur verið háð í Rómönsku Amer- íku. Hann náði því marki að breyta von- unum úr fjarlægum draumum í nærtæk viðfangsefni. Hann var einn af tólfmenn- ingunum sem lágu í felum á Pico Turq- uino, hæsta tindi Kúbu, í ársbyrjun 1957, í ríki Batista einræðisherra sem hafði yfir að ráða 50.000 manna her, búnum full- komnustu morðtækjum bandarískra her- gagnaverksmiðja. Tveimur árum síðar voru þeir samherjarnir, Ernesto Che Guevara, Fidel Castro og félagar þeirra, orðnir ráðamenn Kúbu; þeir höfðu hrundið voldugum einræðisherra úr sessi og boðið mesta herveldi heims byrginn með fullum árangri. Ernesto Che Gue- vara biðu þar mikil verkefni, hann varð þjóðbankastjóri og síðar iðnaðarmála- ráðherra; raunar var hann árum saman hinn eiginlegi forsætisráðherra Kúbu, sá sem öðrum fremur skipulagði endurreisn- arstarfið. En Ernesto Che Guevara taldi öll rómönsk Ameríkuríki föðurland sitt; hann var Argentínumaður að uppruna; hann hafði tekið þátt í baráttu Guatemala gegn bandarísku valdaráni; hann hafði ferðazt um flest lönd rómönsku Ameríku og þekkti öðrum betur kjör þeirra 200 milljóna manna sem þar búa. Hann taldi byltinguna á Kúbu aðeins áfanga annarr- ar og stærrri byltingar. Hann vann í sí- fellu að þeirri frelsisbaráttu, samdi bók um skæruhernaðinn á Kúbu og lagði á ráðin um það hvernig unnt væri að betia hliðstæðum aðferðum í öðrum ríkjum Ameríku. En hann lét sér ekki nægja að leggja á ráðin. Snemma árs 1965 hvarf hann frá völdum sínum og metorðum og tók upp baráttu með skæruliðum í Andesfjöllum, við hlið „hinna arðrændu og fyrirlitnu þegna Rómönsku Ameríku." Eflaust hrósa bandarískir valdamenn og erindrekar þeirra sigri þegar Che er fallinn. En slíkur maður verður ekki felldur; minning hans og fordæmið blikna ekki. Hann sannaði með lífi sínu að hinir vopnlausu og snauðu geta sigrað ofurefl- ið; hann dó til þess að leggja áherzlu á þau brýnu sannindi að þeir sem sigra mega ekki gleyma félögum sínum. 175
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.