Réttur


Réttur - 01.08.1989, Page 13

Réttur - 01.08.1989, Page 13
GTJÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR: Mælikvarði á menningarstig þjóðar, hvernig búið er að öldruðum Borgar- og svcitarst jórnarkosningar verða vorið 1990. Ekki er ólíklegt að um- hverfís- og skipulagsmál verði mjög áberandi í kosningabaráttunni í Reykjavík og kannski einnig víðar. En það verður líka að halda til haga öðrum mikilvægum málailokkum sem vanræktir hafa verið hér í borginni, sérstaklega þeim málaflokkum sem snerta velferð barna, unglinga og aldraðra. Um þessa málaflokka hefur ævinlega verið ágreiningur og sá ágreiningur eykst stöðugt vegna þeirrar stefnu Sjálfstæðis- manna að gamait fólk í borginni skuli sjálft sjá um lausn á húsnæðisvanda sínum, hvernig sem ástatt er hjá því. Þetta hentar öldruðu eignafólki ágætlega, það getur selt húseign sína og keypt sig inn í sérhannaðar íbúðir hjá félagasam- tökum og borginni. Þetta hentar hins veg- ar engan veginn þeim öldruðum sem litlar eða engar eignir eiga. Þeir fá að bíða áfram og margir búa við ótrúlega neyð sem er okkur öllum til skammar. j, Við í stjórnarandstöðunni höfum flutt fjölmargar tillögur um úrbætur í málefn- um aldraðra og ungmenna, bæði verulega dýrar tillögur og eins úrbætur sem lítið kosta en geta komið að verulegu gagni. Þessar tillögur okkar eru nær undantekn- 'ngalaust felldar með þeim rökum að ekki sé til fé. Við vitum betur og höfum bent á verkefni sem vel hefði mátt fresta eða hætta við, svo sem veitingahús á Öskju-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.