Réttur


Réttur - 01.08.1989, Síða 14

Réttur - 01.08.1989, Síða 14
hlíð sem kostar 500 millj. og Ráðhúsið í Tjörninni sem skv. fjárhagsáætlun kostar 1 millj. kr. á dag á þessu ári. Skemmtanakóngi bjargað En nú um miðjan júlí voru skyndilega til peningar sem sagðir voru ætlaðir til fé- lagsstarfsemi aldraðra og unglinga. Borg- arstjóri keypti skemmtistaðinn Breiðvang í Breiðholtsmjódd fyrir 118 millj. kr. Eftir að borgarstjóri hafði tekið þessa ákvörð- un lét hann afgreiða málið í borgarráði. Ekki lágu fyrir umsagnir nefnda og ráða sem um málefni þessara hópa fjalla í borginni og enginn hafði lagt það mat á þessi kaup að þau væru meðal brýnustu verkefna í þágu þessa fólks. Enda var ástæða kaupanna einfaldlega sú, að einn helsti skemmtanakóngur borgarinnar hafði færst of mikið í fang og honum þurft að bjarga. Það var gert. Þessi húsakaup eru hneyksli. Húsið er sérhannað fyrir dansleiki og er á mörgum pöllum. Pallarnir gera það að verkum að aldrað fólk sem er hreyfihamlað að ein- hverju leyti mun eiga mjög erfitt með að ferðast um húsið, dagsbirta er engin, úti- aðstaða engin og húsið er langt frá íbúð- arhúsnæði í Breiðholti. Við síðustu fjárhagsáætlun lögðum við í stjórnarandstöðunni fram fjölmargar til- lögur sem við töldum afar mikilvægar fyr- ir börn, unglinga og aldraða í þessari borg. Lítum aðeins á hverjar þeirra hefði verið hægt að framkvæma fyrir andvirði skemmtistaðarins. 1. Félagsmiðstöö fyrir æskulýðs- og tómstundastarf unglinga í Austurbæ þar sem engin slík aðstaða er nú. 12 millj. kr. 2. Félagsmiðstöö í Seljahverfi, sem er barnflesta hverfi borgarinnar. Parer nú engin aðstaða fyrir félagsstarf barna og unglinga. 15 millj. kr. 3. Húsnæði og rekstur fyrir dag- vist aldraðra. En reynsla af slíkri starfsemi við Dalbrautaríbúðir aldr- aðra er mjög góð og er einn mikil- vægasti þátturinn í því að gera öldr- uðum kleift að búa sem lengst á heimilum sínum. 10 millj. kr. 4. Sambýli fyrir aldraða. Sambýli er gott úrræði fyrir aldraða, sem nú búa í ófullnægjandi húsnæði og vilja búa í félagi við aðra. Góð reynsla er af slíku sambýli í Kópavogi. 15 millj. kr. 5. Kaup á húsnæði sem breyta mætti í leiguíbúðir. 20 millj. kr. 6. Aukið framlag til Verkamanna- bústaða, svo tryggt væri að fullt tillit yrði tekið til áforma stjórnar Verka- mannabústaða um framkvæmdir og kaup á íbúðum til endursölu á þessu ári. 10 millj. kr. Þá hefðu enn verið eftir 36 millj. til að auka framlag til að hraða byggingu B- álmu Borgarspítalans, (sem erhjúkrunar- deild fyrir aldraða). En tillaga okkar þar hljóðaði upp á rúmar 56 millj. Fólk getur metið hvort þessar tillögur okkar í stjórnarandstöðunni hefðu komið sér betur fyrir ungt fólk og aldraða í borg- inni en kaupin á skemmtistaðnum. En ef okkar tillögum hefði verið hrint í framkvæmd, þá hefði engum skemmtana- kóngi verið bjargað, að vísu. 1000 á biðlista Mér hefur orðiö tíðrætt um málefni aldraöra. Enda tel ég fátt eins ömurlegt og átakanlegt og að sveitarfélag sem á nóga peninga leyfi sér aö láta gamalt fólk búa við öryggisleysi og fullkomlega ófull- I nægjandi aðstæður. Paö er siðleysi að 110 j

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.