Réttur


Réttur - 01.08.1989, Síða 15

Réttur - 01.08.1989, Síða 15
verja skattpeningum okkar í sinna fyrst og fremst þeim sem betur mega sín, og þaö hlýtur að vera frumskylda okkar að leysa vanda þeirra sem verst eru staddir. Á biðlista ellimáladeildar Reykjavíkur- borgar eru nú um 1000 aldraðir einstak- lingar og þar af eru á milli 300 og 400 manns senr eru í algjörum forgangshópi. Þeim biðlista þarf að útrýma og það verð- ur ekki gert með söluíbúðum. Um miðjan 8. áratuginn tókst að frum- kvæði stjórnarandstöðunnar í borgar- stjórn ágætt samstarf um átak í uppbygg- ingu þjónustuíbúða fyrir aldraða. Þá var ákveðið að 7% af útsvarstekjum borgar- innar rynni til þessara mála og árangurinn lét ekki á sér standa. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn náði borginni aftur 1982 varð stefnubreyting og eina heimilið fyrir aldr- aða sem tekið hefur verið í notkun fyrir utan söluíbúðir eru 80 íbúðir í Seljahlíð í Breiðholti, sem byrjað var á fyrir 1982. Engar nýjar sambærilegar íbúðir eru í sjónmáli fyrr en í fyrsta lagi 1992 við Skúlagötu. Skv. ársskýrslu Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1987 eru 147 borgarbúar húsnæðislausir. Varla er hægt að tala um að við búum í velferðar- þjóðfélagi á meðan svo er. Þeir sem halda því fram að hér lifi allir mannsæmandi lífi ættu að kynna sér ofannefndar ársskýrsl- ur. Þar blasir raunveruleikinn við. Ágæt manneskja sagði eitt sinn: Það er mæli- kvarði á menningarstig þjóðar, hvernig hún býr að öldruðum. Undir þau orð get ég tekið. 111

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.