Réttur


Réttur - 01.08.1989, Qupperneq 31

Réttur - 01.08.1989, Qupperneq 31
áöan sýnir að Fidel Castro getur ekki einu sinni komið á framfæri leiðréttingu á lygasögum þótt hann fái sjónvarpsstjörnu af Kennedy-slektinu til að taka við sig viðtal sem sjónvarpað er í Bandaríkjun- um — það dugir ekki til. Gaman væri ef einhver tæki sig til og rannsakaði hinar raunverulegu ástæður fyrir þessu hatri vestrænna fjölmiðla á Kúbu. Það sem ekki er hægt að rangtúlka og afbaka er þagað í hel. Það sem gerðist á Kúbu í sumar átti sér nokkurn aðdraganda. Fyrir þremur árum var tekin þar upp stefna sem nefnd hefur verið „Leiðréttingaherferð“. Aðaltil- gangur hennar er að uppræta spillingu og endurvekja þann dugnað og byltingarhug sem einkenndi kúbanskt samfélag en var tekinn að dofna árið 1986. Fessarar her- ferðar sér víða stað og yrði ol' langt mál að telja hér upp allt það sem gert hefur verið í hennar nafni á þessum þremur árum. Nægir að nefna að margir óhæfir skriffinnar hafa þurft að yfirgefa mjúka stóla og mörg hús hafa verið reist í sjálf- boðavinnu. Það var einmitt þessari Ieiðréttingaher- ferð að þakka að farið var að rannsaka mál Arnaldo Ochoa hershöfðingja ann- arsvegar og nokkurra yfirmanna Innan- ríkisráðuneytisins hinsvegar. í byrjun datt engum í hug að þessi mál tengdust innbyrðis eða væru beinlínis glæpsamleg. Annað kom þó á daginn. í Innanríkis- ráðuneytinu reyndist vera starfrækt eins- konar Mafía undir yfirstjórn Tony de la Guardia og þjóðhetjan Arnaldo Ochoa, yfirmaður kúbanska heraflans í Angólu, tengdist þessari Mafíu á hinn glæpsamleg- asta hátt. Ochoa hafði m.a. sent aöstoð- armann sinn, Jorge Martinez, til Kólum- bíu á fund hins alræmda kókaínbaróns Escobar til aö bjóða honum aðstoð við að Arnaldo Ochou fyrir rétti. koina kókaíni frá Kólumbíu til Banda- ríkjanna. Áður höfðu la Guardia og hans menn stundað slík „viðskipti" frá árinu 1987. Flogið var með eitrið til Kúbu í litl- um flugvélum sem lentu á flugvellinum í Varadero, frægasta baðstrandarbæ lands- ins. Þar var eitrinu komið fyrir í bátum sem sigldu með það til Florída. Mafían í Innanríkisráðuneytinu sá til þess að eng- inn spyrði óþægilegra spurninga um varn- inginn. Sakborningarnir fjórtán voru leiddir fyrir herdómstól og var réttarhöldunum sjónvarpað. í fjóra daga fylgdist kúbansk- ur almenningur agndofa af undrun með 127

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.