Réttur


Réttur - 01.08.1989, Page 40

Réttur - 01.08.1989, Page 40
Við strendur Namibíu eru einhver gjöfulustu fiskimiö í heimi. Þar hafa Suður-Afríka, Sovétríkin og ýmis Evrópuríki stundað rányrkju af miklu kappi. Þannig veiddust 1.500.000 tonn árið 1968, en 1978 aðeins 150.000 tonn. Fiskiðnaður er næst mikilvægasti iðnað- urinn í Namibíu. Hann er allur í eigu suður-afrískra fyrirtækja. stöðugleika á svæðinu. Baráttusinnar í Namibíu fengu ný tækifæri. Uppgangstímar í Suður-Afríku Mikilvægustu áhrifin urðu þó vegna uppgangstímanna síðastliðin 13 ár í bar- áttunni gegn apartheid innan Suður-Afr- íku undir forystu ANC. Með uppreisninni í Soweto árið 1976 kom á vettvang ný kynslóð ungs fólks, hvött til dáða af nýlegum sigrum í syðri- hluta álfunnar. Fjöldi ungs fólks gekk til liðs við ANC. Baráttusinnar um víða ver- öld studdu aðgerðirnar gegn apartheid með mótmælum og samstöðustarfi. Þá kom til hin víðfeðma uppreisn gegn apartheid á árunum 1984-1985. Alþjóð- legt samstöðustarf komst á nýtt stig er tókst að fá lýðræðissinnað fólk um allan heim til fylgis við baráttuna gegn apart- heid. Aðfarir ríkisstjórnar hvíta minni- hlutans í gervöllum syðrihluta Afríku urðu smám saman hverjum manni ljósar, þar með talið ólöglegt hernám Namibíu og stríðið í syörihluta Angólu. Stærsta breytingin á kraftahlutföllum varð í mars 1988 þegar hersveitir Suður- Afríku biðu lægri hlut við smábæinn Cu- ito Cuanavale í syðrihluta Angólu. Ósigurinn leiddi til brottkvaðningar Suð- ur-Afríku frá Namibíu. Hann setti einnig ríkisstjórnina í erfiða aðstöðu heima fyrir þar sem margir hvítir Suður-Afríkubúar kröfðust skýringa á dauða sona sinna. En það var afleiðing fyrsta hernaðarósigurs Suður-Afríkuhers. Jafnt samtök gegn apartheid sem verkalýðsfélög í Suður-Afríku, hvoru- tveggja bönnuð, hafa staðið fyrir fjölda aðgerða er sýna, að mikið vantar á að horfið hafi verið aftur til tímans fyrir sigurinn við Cuito Cuanavale. Yfirstand- andi uppreisn á sér enga hliðstæðu í sögu frelsisbaráttunnar í Suður-Afríku og er henni hvergi nærri lokið. Minnihluta- stjórnin hefur leyft sífellt fleiri mótmæli og kröfugöngur. Með því hefur hreyfing- in gegn apartheid öðlast mikilvægt pólit- ískt olnbogarými. Hinn 11. október síðastliðinn unnu andstæðingar apartheid enn einn sigurinn er Suður-Afríkustjórn neyddist til þess að láta lausa, án skilyrða, átta pólitíska fanga. Sjö þeirra eru félagar í ANC og voru fimm handteknir 1963 ásamt ein- hverjum frægasta pólitíska fanga verald- ar, Nelson Mandela. Meðal þeirra sem nú voru látnir lausir er Walter Sisulu, einn helsti leiðtogi ANC gegnum tíðina. Skömmu eftir að áttmenningarnir voru látnir lausir fengu andstæðingar apartheid tækifæri til þess að fagna þeim á troðfull- um íþróttaleikvangi utan við Soweto. Þar mættu 80.000 manns og var þetta fyrsti fjöldafundurinn með leiðtogum ANC í 30 ár. Cyril Ramaphosa, forseti námaverka- manna hóf fundinn með þessum orðum: Aileiðingar nýlendustefnunnar og apartheid-kerfisins í Namibíu eru lágur meðalaldur blökkumanna og hár ung- barnadauði auk þess sem sjúkdómar og fátækt eru útbreidd. 136

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.