Morgunblaðið - 26.02.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.02.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 56. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Woody Allen í London Woody Allen í viðtali um nýjustu mynd sína, Match Point 26 Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Með leiklistina í litningunum  Donatella réttir úr kútnum  Einfalt en margslungið  Toppfæði við höfnina  Krossgátan Atvinna | Störf á öllum sviðum þjóðlífsins  Einkalíf og atvinna í Danmörku 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 Listaverkum stolið á meðan dansinn dunaði Ríó de Janeiro. AP. | Bí- ræfnir glæpamenn nýttu sér öngþveitið sem fylgdi upphafi kjötkveðjuhátíð- arinnar í Ríó de Ja- neiro í Brasilíu í fyrrakvöld og stálu málverkum eftir Pablo Picasso, Salva- dor Dalí, Henri Mat- isse og Claude Monet úr listaverkasafni í borginni. Lögreglan hefur mikinn viðbúnað í Ríó vegna kjöt- kveðjuhátíðarinnar. Áherslan er þó eink- um lögð á að draga úr vasaþjófnaði, en er- lendir ferðamenn þykja auðveld bráð fyrir ræningja í borginni, og ofbeldi sem jafnan setur mark sitt á þessa frægu borg. Ræningjarnir munu hafa ráðist til at- lögu í Chacara do Ceu-safninu í Ríó í fyrrakvöld vopnaðir skammbyssum, einn þeirra mun jafnframt hafa haldið á hand- sprengju. Þvinguðu ræningjarnir örygg- isverði á safninu til að slökkva á öllum ör- yggismyndavélum og létu síðan greipar sópa í kjölfarið. Nældu ræningjarnir fjórir sér í allra verðmætustu verk safnsins; þ.e. verk eftir Picasso, Monet, Matisse og Dalí, sem fyrr segir, og jafnframt hirtu þeir alla fjármuni fimm ferðamanna, sem voru í safninu. Hurfu ræningjarnir síðan út í mannþröngina á götum Ríó og hefur ekki spurst til þeirra síðan. Frá setningu kjöt- kveðjuhátíðarinnar. TERZEEN er sex ára gömul pakistönsk stúlka sem nú býr í Mustafai-tjaldbúðunum í útjaðri borgarinnar Muzaffarabad í pakist- anska hluta Kasmír. Heimili Terzeen eyði- lagðist í jarðskjálftanum sem skók pakist- anska hluta Kasmír í haust en um 73.000 manns týndu lífi í náttúruhamförunum. Kalt er í veðri á þessum slóðum um þessar mundir en Terzeen gaf sér þó tíma til að stilla sér upp fyrir ljósmyndara Reuters er hann var á ferð í búðunum í gær. Um tvær milljónir manna hafa þurft að búa í tjaldbúðum eða öðrum tímabundnum vist- arverum vegna eyðileggingarinnar sem varð í skjálftanum. Íslendingurinn Rafn Jónsson vann að hjálparstarfi á vegum Rauða krossins á skjálftasvæðunum í Pakistan fyrr á þessu ári og hann segir í samtali við Morgunblaðið í dag að eyðileggingin blasi alls staðar við. Ánægjulegt hafi hins vegar verið að sjá að ár- angurinn af hjálparstarfi alþjóðastofnana í landinu var sýnilegur. „Þetta er harðgert fólk sem býr þarna í fjöllunum og það lætur ekki bugast,“ segir Rafn. | 22 Reuters Kalt á skjálftasvæðunum í Kasmír ALÞINGISKONUR Íslands æfa nú leikritið Píkusögur eftir Eve Ensler. Verkið verður sýnt á V- daginn, miðvikudaginn 1. mars. Framtakið verður að teljast óvenjulegt, enda taka þátt allar þingkonur þjóðarinnar sem verða á landinu sýningarkvöldið, auk einnar varaþingkonu. Píkusögur hafa verið notaðar um heim allan í baráttu gegn kyn- bundnu ofbeldi. Alþjóðlegu V- dagssamtökin voru stofnuð í kringum verkið en markmiðið er að binda enda á ofbeldi gegn kon- um um víða veröld. „[Þingkonurnar] eru náttúrlega allar ákaflega uppteknar en eru mjög skipulagðar, mæta stundvís- lega og hafa hellt sér af krafti út í þetta,“ segir leikstjórinn María Ellingsen. Æfingaaðstaðan er á Hótel Radisson SAS 1919, rétt hjá Al- þingi, þannig að þingkonurnar geta skotist þaðan þegar þær hafa tíma. „Sjálf bý ég á Vesturgötunni þannig að ég hleyp þá til móts við þær,“ segir María. Auk Maríu er í Morgunblaðinu í dag rætt við fulltrúa íslensku V- dagssamtakanna og nokkrar þing- konur. Þær eru sammála um að góður andi sé í hópnum og svolítil vin- konu- og stelpustemning, eins og þær lýsa því. „Það er náttúrlega afskaplega skemmtileg tilbreyting að fara úr daglegum störfum á Alþingi og upp á svið í Borgarleikhús- inu,“ segir Arnbjörg Sveins- dóttir. Kolbrún Halldórsdóttir bendir á að það sé frábært að þingkonurnar fái tækifæri til að horfa hver á aðra sem þær manneskjur sem þær séu, en ekki endilega í gegnum pólitísku gleraugun sem þær noti dags- daglega. Sigurlín Margrét Sig- urðardóttir segir konurnar hafa fengið að nálgast viðfangsefnið á skemmtilegan hátt og að mati Jónínu Bjartmarz hafa þingkon- ur haft gott af því að setjast nið- ur sem hópur og ræða ofbeldi gegn konum. „Ég held að það að konur á þingi standi saman á þennan hátt og séu allar orðnar málsvarar og talsmenn gegn kynbundnu of- beldi geti skilað sér mjög langt,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir. Alþingiskonur gegn kynbundnu ofbeldi Morgunblaðið/ÞÖK Arnbjörg Sveinsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Guðrún Ögmunds- dóttir, María Ellingsen, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir og Jónína Bjartmarz eru í þeim hópi sem nú æfir leikritið Píkusögur. Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is  Þingkonur | 10 Kampala. AP. | Yoweri Museveni verður áfram forseti Úganda en forsetakosningar fóru fram í landinu sl. fimmtudag. Bráða- birgðaniðurstöður talningar, sem birtar voru í gærmorgun, sýndu að Museveni hafði unnið öruggan sigur á keppinaut sínum, stjórnar- andstæðingnum Kizza Besigye. Birta átti endanleg úrslit seint í gær en skv. upplýs- ingum kjörstjórnar hafði Museveni 60,8% atkvæða þegar búið var að telja 91%. Besigye hafði hins vegar 36% fylgi. Museveni hefur verið forseti í Úganda í tuttugu ár. Lög kváðu á um að hann gæti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil á valda- stóli en Museveni lét breyta þeim lögum í fyrra, svo hann gæti setið lengur, og hlaut fyrir það gagnrýni, m.a. frá erlendum al- þjóðastofnunum og styrktaraðilum. Stuðningsmenn Besigye sögðu kosning- arnar nú hafa einkennst af kosningasvindli. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambands- ins tóku ekki svo djúpt í árinni en sögðu ljóst að forsetinn hefði beitt aðstöðu sinni til að tryggja að Besigye sæti ekki við sama borð í kosningabaráttunni. Besigye var seint á síðasta ári ákærður fyrir nauðgun og landráð. Stjórnarandstaðan fullyrðir hins vegar að ákærurnar hafi verið af pólitískum rótum runnar og til þess fallnar að skaða hann í aðdraganda forsetakosninganna. Yoweri Museveni Museveni áfram forseti Úganda ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.