Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 8

Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 8
8 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tíðarandinn er bara svona, frú borgarmeistari, krakkarnir vilja ekki sjá að vera hjá okkur eða saman, pabbi og mamma eru orðin hundleið á samvistum og við hjónin líka. Fáskrúðsfjarðargönghafa nú verið opinfyrir umferð í rúma fimm mánuði og virðast bæta samgöngur verulega innan Austfirðingafjórð- ungs, auk þess að tengja betur saman Suðurfirði Austurlands og kjarna Mið- Austurlands. Göngin stytti leiðina milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar um 31 km og milli Mið-Austurlands og Suðurfjarða um 34 km. Að auki þykja göngin hafa bætt umferðaröryggi, því vegurinn milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar um Vattarnes- skriður hafði nokkuð háa slysa- tíðni og ofanflóð voru algeng. Þá virðist sem göngin hafi gert Fá- skrúðsfirðingum og Stöðfirðing- um kleift að sækja vinnu í Fjarða- byggð og á Hérað í auknu mæli og greinileg áhrif eru af framkvæmd- inni í þéttbýlinu á Fáskrúðsfirði, þar sem húsbyggingar hafa tekið mikinn kipp og verið er að byggja heilt nýtt hverfi, auk fjölbýlishúss. Stækkaði atvinnusvæðið Björn Pálsson býr á Stöðvar- firði og hefur ekið daglega til og frá vinnu á Reyðarfirði frá því áð- ur en göngin komu til sögunnar. „Ég vann áður á Stöðvarfirði en horfði auðvitað til þess þegar ég breytti um starf að göngin voru innan seilingar,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið. „Áður voru þetta 160 km og að stórum hluta á malarvegi, sem ég ók á dag en núna eru það tæpir 100 km á malbiki og innanhúss að hluta. Ég er svona fjörutíu mínútur aðra leiðina og mér reiknast til að hafa eytt um 30 þúsund krónum í bens- ín í janúar sl., miðað við að aka á bíl sem eyðir um 8,3 lítrum á hundraðið. Það er sparnaður frá því sem var, en samt mikið.“ Björn segir nokkuð marga Stöðfirðinga sækja vinnu á Reyð- arfjörð, Eskifjörð og víðar, ásamt fólki sem sækir vinnu yfir á Fá- skrúðsfjörð, en milli staðanna tveggja eru 26 km. Enginn vafi sé á að göngin hafi skapað nýtt og auðsóttara atvinnusvæði. Þau hafi og haft víðtæk áhrif, t.d. varðandi fasteignaviðskipti á Stöðvarfirði, sem voru lítil eða engin árin á und- an. „Það breyttist og hér hafa farið fram fasteignaviðskipti eftir að þetta fór fram. Hluti af því er fólk sem er að vinna á Reyðarfirði og annars staðar. Fasteignaverðið er lægra á Stöðvarfirði en á t.d. Fá- skrúðsfirði og stutt á milli stað- anna, 26 km og svo aðeins 19 km þaðan og yfir á Reyðarfjörð gegn- um göngin. Menn horfa í það. Þetta hefur þjappað Mið-Austur- landi markvert saman og mikið um að vera á svæðinu,“ segir Björn. Meiri umferð en búist var við Ársdagsumferð, þ.e. dagleg meðaltalsumferð, var árið 2000 um 210 bílar um Suðurfjarðaveg milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar. Var umferðaraukning frá árinu 1994 þá um 4% á ári að með- altali og skiptingin 250 bílar dag- lega í sumarumferð og 130 dag- lega á vetrum. Í skýrslu Hönn- unar um umhverfisáhrif fram- kvæmdarinnar kemur fram að áætlað sé að ársdagsumferð um göngin geti orðið um 450–650 bílar á dag árið 2010 og 800–1100 bílar á dag árið 2034 miðað við stóriðjuuppbyggingu á Reyðar- firði og alhliða atvinnuuppbygg- ingu á miðsvæði Austurlands. Þar er einnig gert ráð fyrir að umferð tvöfaldist á fyrstu árunum eftir opnun jarðganganna miðað við reynslu frá Vestfjarða- og Hval- fjarðargöngum. „Umferðin er nokkuð misjöfn, eða frá 400 og upp í 600 bíla á sól- arhring,“ segir Páll Elísson, verk- stjóri hjá Vegagerðinni á Reyðar- firði. „Mest virðist umferðin vera á föstudögum og þriðjudögum, einhverra hluta vegna. Það hefur komið þægilega á óvart hversu mikil umferðin er og hún er ívið meiri en var búist við, þessa rúm- lega fimm mánuði sem göngin hafa verið opin,“ segir Páll. Einhverjar talningar hafa verið gerðar á eðli umferðarinnar, þ.e. hversu stór hluti er almenn um- ferð og hvað þungaflutningar t.d., en um Fáskrúðsfjarðargöng fer stór hluti þungaflutninga um Austurland. Göngin eru jafnframt hluti af einni af þremur leiðum út úr fjórðungnum frá Mið-Austur- landi. Almennt hefur verið reikn- að með að göngin hafi jákvæð samfélagsleg áhrif, stækki at- vinnu- og þjónustusvæði, liðki fyr- ir fjölbreyttari atvinnutækifærum og bæti aðgengi að verslun og þjónustu, skólum, íþróttastarfi, menningu og listum. Þá er betri tenging Suðurfjarða við flugvöll- inn á Egilsstöðum talin til kosta við göngin. Þau eru tvíbreið og 5,9 km að lengd, með 8,5 km löngum vegtengingum. Kostnaður við gerð þeirra var um 3,9 milljarðar króna. Að auki eru tvenn önnur jarðgöng á Austurlandi; Al- mannaskarðsgöng sem eru einnig tvíbreið, 1,3 km að lengd og byggð 2005 og þau þriðju og elstu eru Oddskarðsgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Þau eru einbreið, 640 m löng og voru opnuð árið 1977. Fréttaskýring | Áhrif Fáskrúðsfjarðarganga Sterk byggða- tenging Atvinnusvæði Mið-Austurlands stækkaði til muna og samfélögin hafa styrkst Umferð um Fáskrúðsfjarðargöng er mikil. Umferð um göngin talsvert meiri en reiknað var með  Fáskrúðsfjarðargöng efldu tiltrú margra Austfirðinga á sterkan miðkjarna með stærra atvinnu- og þjónustusvæði og þar með fjölbreyttari atvinnutæki- færum. Virðist það að einhverju leyti hafa gengið eftir, rúmum fimm mánuðum eftir að göngin voru opnuð. Fólk búsett sunnan ganga virðist talsvert sækja at- vinnu yfir í Fjarðabyggð og upp á Hérað og hreyfing er á fast- eignum og í nýbyggingum á Suð- urfjörðum. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Vinsælir ferðamannastaðir á þessum slóðum eru blómaeyjan Mainau sem er skammt frá borginni Konstanz og kastalinn sögufrægi í Meersburg. Í 30–60 mínútna ökufjarlægð eru Austurríki og Sviss hinu megin við vatnið og Ítalía ekki langt undan. *A›ra lei› me› sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd me› fullor›num Verð frá: Barnaverð: www.icelandexpress.is, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 www.icelandexpress.is/friedrichshafen Vinaleg borg í fallegu umhverfi Nokkuð óþjált nafn fyrir jafn fallega og vinalega borg. Friedrichshafen er í Suður-Þýskalandi og stendur við Konstanz-vatnið sem er þriðja stærsta stöðuvatn meginlands Evrópu þar sem Þýskaland, Sviss og Austurríki mætast. Það er alltaf nóg um að vera við vatnið. FRIEDRICHSHAFEN Fljúgðu á einn stað og heim frá öðrum - og bíll frá Budget kemur þér á milli staða. Bókaðu bílaleigubíl frá Budget á www.icelandexpress.is og tryggðu þér bestu verð Budget. Þú getur flogið á einn áfangastað Iceland Express, ferðast um á bíl frá Budget og flogið svo heim frá öðrum áfangastað, allt eftir þinni hentisemi. VERTU ÞINN EIGIN HERRA ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.